Er til töfralausn við offitu? Guðlaug Erla Akerlie skrifar 17. október 2021 09:00 Offita barna og unglinga er og verður vaxandi vandamál á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum löndum ef ekkert verður að gert, en tíðni offitu hefur aukist um allan heim á síðustu áratugum. Neikvæð umræða um offitu sem byggist á vanþekkingu og fordómum getur leitt til þess að fólk með þennan sjúkdóm forðist að leita sér hjálpar. Á síðustu árum hefur margt nýtt komið í ljós um efnaskiptasjúkdóminn offitu, en sjúkdómurinn er ekki alveg eins einfaldur og við héldum. Vissulega er það svo að ef að innbyrt er ofgnótt hitaeininga sem líkaminn nýtir ekki þá safnast þær saman í fituvef. En er þetta svona einfalt? Hver er raunveruleg orsök offitunnar? Offita er efnaskiptasjúkdómur sem er ekki eingöngu afleiðing lífsstíls, heldur getur hún verið birtingarmynd ýmissa undirliggjandi vandamála, líkamlegra, andlegra og félagslegra. Offita hefur áhrif á flest líffærakerfi líkamans og hún getur leitt af sér fjölmarga sjúkdóma. Þannig getur offitusjúkdómurinn haft neikvæð áhrif á lífsgæði og alvarleg áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Það er því til mikils að vinna að skilja sjúkdóminn betur. Í grunninn þá verður of mikill fituvefur í líkamanum vegna langvinns orkuójafnvægis. Orsök orkuójafnvægisins getur verið flókið samspil líffræðilegra þátta, erfða, mataræðis, hreyfingar, félagslegra þátta og umhverfis. En hin hraða aukning offitu á síðastliðnum árum er líklega að mestu afleiðing umhverfistengdra þátta. Breyttir atvinnuhættir, breytingar á fjölskyldumynstri, samgöngum og ferðamáta, matvælaframleiðsla og framboð fæðu eru meðal þátta sem hafa gjörbreytt umhverfi okkar og daglegu lífi. Þetta hefur leitt til minni hreyfingar og aukinnar neyslu á orkuríkum og næringarsnauðari mat. Það er von Með því að skilja sjúkdóminn þá áttum við okkur betur á því hvað er hægt að gera til að aðstoða einstaklinga með offitu. Í ljósi þess að orsök offitu er margslungin er því einföldun að segja fólki bara að borða hollt og hreyfa sig. Það er eins og að segja fólki sem vill komast á toppinn á Everest að það þurfi bara að klifra upp. Til að geta betur aðstoðað fólk þarf að veita því leiðbeiningar í samræmi við getu og hæfni hvers og eins, benda því á hættur á leiðinni sem þarf að forðast og sjá til þess að fólk hafi réttu tólin og tækin til að hámarka líkurnar á að verkefnið gangi upp. Ég hef reynslu af því að styðja einstaklinga á mismunandi stigum offitusjúkdómsins, sem eru langflestir komnir með einhverja fylgikvilla offitu. Einstaklinga sem eiga börn sem eru líka komin í óefni og þurfa stuðning. Þessi hópur hefði átt að fá aðstoð mun fyrr, bæði til að bæta heilsu þeirra sjálfra og vegna þess að það er þjóðhagslega hagkvæmt að fólk búi við góða heilsu. Í dag er heilbrigðiskerfið að fá þennan hóp alltof seint til sín. Til að geta almennilega takmarkað vöxt offitu er nauðsynlegt að við leggjum áherslu á auknar forvarnir og meðferð á for- eða frumstigi sjúkdómsins. Það er mikilvægt að við horfum til barnanna og reynum að koma í veg fyrir offitu hjá þeim því það eru skýr tengsl á milli offitu á unglingsárum og offitu á fullorðinsaldri. Hvert eiga foreldrar að leita? Um 6,5% grunnskólabarna á Íslandi mælast með offitu. Það eru ríflega 3000 börn. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa öll aðstoð. Í dag er fjöldi skólahjúkrunarfræðinga um land allt að sinna reglubundnum skimunum fyrir frávikum í vexti og þroska, þar sem hæð og þyngd barna er skráð og líkamsþyngdarstuðull þeirra reiknaður. Þegar barn sýnir frávik á vaxtakúrfu þá á að hafa samband við foreldra og ræða við þau hvort þau hafi áhyggjur, meta aðstæður hvers barns og vísa til heimilislæknis, fá ítarlegri rannsóknir og beiðni í Heilsuskólann ef þess þarf. En í ljósi þess hversu mörg börn þetta eru, er reynslan sú að börn eru komin í mikla yfirþyngd þegar haft er samband við foreldra. Í dag er um eins og hálfs árs biðlisti í Heilsuskólann, og hátt í 70 nýjar fjölskyldur bætast árlega við hópinn. Á meðan fjölskyldan er á biðlista á skólahjúkrunarfræðingur að sinna viðtölum og fræðslu fyrir fjölskylduna og styðja þau í þessu verkefni. Skólahjúkrunarfræðingar hafa fjöldamörg önnur verkefni og mismunandi mikla þekkingu á þessu sviði svo þessi stuðningur er því miður ekki alltaf nægilega markviss. Einföld skref í rétta átt Meðferð offitu hjá börnum og unglingum er vandasöm og þarf að byggja á margþættri lífstílsbreytingu allrar fjölskyldunnar. Það þarf að kafa í sögu þeirra, skilja undirliggjandi aðstæður og sýna tillitssemi og skilning. Eins og upptalningin hér að ofan útskýrir vonandi þá er engin einföld töfralausn við offitu. Það eru þó til úrræði sem hafa skilað árangri en það er lykilatriði að byrja snemma og grípa þétt utan um þennan hóp og stuðla þannig að langtíma heilsubót þeirra. Vegna þess hve rætur offitunnar liggja víða ætti það að vera sameiginlegt markmið samfélagsins að stuðla að öflugum forvarnaraðgerðum. Við þurfum að leggjast á eitt til að sporna gegn aukinni tíðni barna sem fara úr yfirþyngd yfir í offitu, fjölga úrræðum og stuðla að breyttum lífsvenjum sem endast. Það er von mín að aukin umfjöllun leiði til vitundarvakningar og aukinnar þekkingar sem síðan leiði til þess að einstaklingar og fjölskyldur veigri sér ekki við að leita sér aðstoðar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð við offitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Offita barna og unglinga er og verður vaxandi vandamál á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum löndum ef ekkert verður að gert, en tíðni offitu hefur aukist um allan heim á síðustu áratugum. Neikvæð umræða um offitu sem byggist á vanþekkingu og fordómum getur leitt til þess að fólk með þennan sjúkdóm forðist að leita sér hjálpar. Á síðustu árum hefur margt nýtt komið í ljós um efnaskiptasjúkdóminn offitu, en sjúkdómurinn er ekki alveg eins einfaldur og við héldum. Vissulega er það svo að ef að innbyrt er ofgnótt hitaeininga sem líkaminn nýtir ekki þá safnast þær saman í fituvef. En er þetta svona einfalt? Hver er raunveruleg orsök offitunnar? Offita er efnaskiptasjúkdómur sem er ekki eingöngu afleiðing lífsstíls, heldur getur hún verið birtingarmynd ýmissa undirliggjandi vandamála, líkamlegra, andlegra og félagslegra. Offita hefur áhrif á flest líffærakerfi líkamans og hún getur leitt af sér fjölmarga sjúkdóma. Þannig getur offitusjúkdómurinn haft neikvæð áhrif á lífsgæði og alvarleg áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Það er því til mikils að vinna að skilja sjúkdóminn betur. Í grunninn þá verður of mikill fituvefur í líkamanum vegna langvinns orkuójafnvægis. Orsök orkuójafnvægisins getur verið flókið samspil líffræðilegra þátta, erfða, mataræðis, hreyfingar, félagslegra þátta og umhverfis. En hin hraða aukning offitu á síðastliðnum árum er líklega að mestu afleiðing umhverfistengdra þátta. Breyttir atvinnuhættir, breytingar á fjölskyldumynstri, samgöngum og ferðamáta, matvælaframleiðsla og framboð fæðu eru meðal þátta sem hafa gjörbreytt umhverfi okkar og daglegu lífi. Þetta hefur leitt til minni hreyfingar og aukinnar neyslu á orkuríkum og næringarsnauðari mat. Það er von Með því að skilja sjúkdóminn þá áttum við okkur betur á því hvað er hægt að gera til að aðstoða einstaklinga með offitu. Í ljósi þess að orsök offitu er margslungin er því einföldun að segja fólki bara að borða hollt og hreyfa sig. Það er eins og að segja fólki sem vill komast á toppinn á Everest að það þurfi bara að klifra upp. Til að geta betur aðstoðað fólk þarf að veita því leiðbeiningar í samræmi við getu og hæfni hvers og eins, benda því á hættur á leiðinni sem þarf að forðast og sjá til þess að fólk hafi réttu tólin og tækin til að hámarka líkurnar á að verkefnið gangi upp. Ég hef reynslu af því að styðja einstaklinga á mismunandi stigum offitusjúkdómsins, sem eru langflestir komnir með einhverja fylgikvilla offitu. Einstaklinga sem eiga börn sem eru líka komin í óefni og þurfa stuðning. Þessi hópur hefði átt að fá aðstoð mun fyrr, bæði til að bæta heilsu þeirra sjálfra og vegna þess að það er þjóðhagslega hagkvæmt að fólk búi við góða heilsu. Í dag er heilbrigðiskerfið að fá þennan hóp alltof seint til sín. Til að geta almennilega takmarkað vöxt offitu er nauðsynlegt að við leggjum áherslu á auknar forvarnir og meðferð á for- eða frumstigi sjúkdómsins. Það er mikilvægt að við horfum til barnanna og reynum að koma í veg fyrir offitu hjá þeim því það eru skýr tengsl á milli offitu á unglingsárum og offitu á fullorðinsaldri. Hvert eiga foreldrar að leita? Um 6,5% grunnskólabarna á Íslandi mælast með offitu. Það eru ríflega 3000 börn. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa öll aðstoð. Í dag er fjöldi skólahjúkrunarfræðinga um land allt að sinna reglubundnum skimunum fyrir frávikum í vexti og þroska, þar sem hæð og þyngd barna er skráð og líkamsþyngdarstuðull þeirra reiknaður. Þegar barn sýnir frávik á vaxtakúrfu þá á að hafa samband við foreldra og ræða við þau hvort þau hafi áhyggjur, meta aðstæður hvers barns og vísa til heimilislæknis, fá ítarlegri rannsóknir og beiðni í Heilsuskólann ef þess þarf. En í ljósi þess hversu mörg börn þetta eru, er reynslan sú að börn eru komin í mikla yfirþyngd þegar haft er samband við foreldra. Í dag er um eins og hálfs árs biðlisti í Heilsuskólann, og hátt í 70 nýjar fjölskyldur bætast árlega við hópinn. Á meðan fjölskyldan er á biðlista á skólahjúkrunarfræðingur að sinna viðtölum og fræðslu fyrir fjölskylduna og styðja þau í þessu verkefni. Skólahjúkrunarfræðingar hafa fjöldamörg önnur verkefni og mismunandi mikla þekkingu á þessu sviði svo þessi stuðningur er því miður ekki alltaf nægilega markviss. Einföld skref í rétta átt Meðferð offitu hjá börnum og unglingum er vandasöm og þarf að byggja á margþættri lífstílsbreytingu allrar fjölskyldunnar. Það þarf að kafa í sögu þeirra, skilja undirliggjandi aðstæður og sýna tillitssemi og skilning. Eins og upptalningin hér að ofan útskýrir vonandi þá er engin einföld töfralausn við offitu. Það eru þó til úrræði sem hafa skilað árangri en það er lykilatriði að byrja snemma og grípa þétt utan um þennan hóp og stuðla þannig að langtíma heilsubót þeirra. Vegna þess hve rætur offitunnar liggja víða ætti það að vera sameiginlegt markmið samfélagsins að stuðla að öflugum forvarnaraðgerðum. Við þurfum að leggjast á eitt til að sporna gegn aukinni tíðni barna sem fara úr yfirþyngd yfir í offitu, fjölga úrræðum og stuðla að breyttum lífsvenjum sem endast. Það er von mín að aukin umfjöllun leiði til vitundarvakningar og aukinnar þekkingar sem síðan leiði til þess að einstaklingar og fjölskyldur veigri sér ekki við að leita sér aðstoðar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð við offitu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun