Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins Vilhjálmur Birgisson skrifar 8. október 2021 11:01 Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun