YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2021 16:25 Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Getty Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni. Þetta var tilkynnt í dag og snýr að myndefni þar sem því er haldið fram að bóluefni sem hafi verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum séu óskilvirk eða hættuleg. Aðgerðirnar snúa ekki eingöngu að efni um Covid-19 og kórónuveiruna heldur öll bóluefni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig ákveðið að loka reikningum margra aðila sem eru frægir í hópi andstæðinga bólusetninga vestanhafs. Þar á meðal eru þeir Robert F. Kennedy yngri og Joseph Mercola. Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Í tengslum við þá vinnu hafi starfsmenn fyrirtækisins lært mikilvægar lexíur um það hvernig eigi að tækla falskar upplýsingar. Þá hafi starfsmenn YouTube orðið sífellt meira varir við það að falskar upplýsingar um bóluefni við Covid-19, væru að verða að áróðri gegn bólusetningum almennt. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar um árabil haldið því fram að umrætt efni á YouTube sé meðal ástæðna fyrir því að vantrú á bóluefni hafi aukist í heiminum og sérstaklega í Bandaríkjunum. YouTube bannaði í gær rásir rússneska ríkismiðilsins RT í Þýskalandi vegna brota á skilmálum myndbandaveitunnar varðandi Covid-19. Ráðamenn í Rússlandi hafa heitið hefndum vegna þess. Forsvarsmenn YouTube hafa varist áköllum um að grípa til frekari aðgerða gegn áróðri varðandi bóluefni og bólusetningar. Með þessum breytingum færist YouTube nær samfélagsmiðlum eins og Faecbook og Twitter. Meira en þriðjungur heimsbúa hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þetta var tilkynnt í dag og snýr að myndefni þar sem því er haldið fram að bóluefni sem hafi verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum séu óskilvirk eða hættuleg. Aðgerðirnar snúa ekki eingöngu að efni um Covid-19 og kórónuveiruna heldur öll bóluefni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig ákveðið að loka reikningum margra aðila sem eru frægir í hópi andstæðinga bólusetninga vestanhafs. Þar á meðal eru þeir Robert F. Kennedy yngri og Joseph Mercola. Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Í tengslum við þá vinnu hafi starfsmenn fyrirtækisins lært mikilvægar lexíur um það hvernig eigi að tækla falskar upplýsingar. Þá hafi starfsmenn YouTube orðið sífellt meira varir við það að falskar upplýsingar um bóluefni við Covid-19, væru að verða að áróðri gegn bólusetningum almennt. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar um árabil haldið því fram að umrætt efni á YouTube sé meðal ástæðna fyrir því að vantrú á bóluefni hafi aukist í heiminum og sérstaklega í Bandaríkjunum. YouTube bannaði í gær rásir rússneska ríkismiðilsins RT í Þýskalandi vegna brota á skilmálum myndbandaveitunnar varðandi Covid-19. Ráðamenn í Rússlandi hafa heitið hefndum vegna þess. Forsvarsmenn YouTube hafa varist áköllum um að grípa til frekari aðgerða gegn áróðri varðandi bóluefni og bólusetningar. Með þessum breytingum færist YouTube nær samfélagsmiðlum eins og Faecbook og Twitter. Meira en þriðjungur heimsbúa hafa verið bólusettir gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira