YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2021 16:25 Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Getty Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni. Þetta var tilkynnt í dag og snýr að myndefni þar sem því er haldið fram að bóluefni sem hafi verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum séu óskilvirk eða hættuleg. Aðgerðirnar snúa ekki eingöngu að efni um Covid-19 og kórónuveiruna heldur öll bóluefni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig ákveðið að loka reikningum margra aðila sem eru frægir í hópi andstæðinga bólusetninga vestanhafs. Þar á meðal eru þeir Robert F. Kennedy yngri og Joseph Mercola. Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Í tengslum við þá vinnu hafi starfsmenn fyrirtækisins lært mikilvægar lexíur um það hvernig eigi að tækla falskar upplýsingar. Þá hafi starfsmenn YouTube orðið sífellt meira varir við það að falskar upplýsingar um bóluefni við Covid-19, væru að verða að áróðri gegn bólusetningum almennt. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar um árabil haldið því fram að umrætt efni á YouTube sé meðal ástæðna fyrir því að vantrú á bóluefni hafi aukist í heiminum og sérstaklega í Bandaríkjunum. YouTube bannaði í gær rásir rússneska ríkismiðilsins RT í Þýskalandi vegna brota á skilmálum myndbandaveitunnar varðandi Covid-19. Ráðamenn í Rússlandi hafa heitið hefndum vegna þess. Forsvarsmenn YouTube hafa varist áköllum um að grípa til frekari aðgerða gegn áróðri varðandi bóluefni og bólusetningar. Með þessum breytingum færist YouTube nær samfélagsmiðlum eins og Faecbook og Twitter. Meira en þriðjungur heimsbúa hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Samfélagsmiðlar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Þetta var tilkynnt í dag og snýr að myndefni þar sem því er haldið fram að bóluefni sem hafi verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum séu óskilvirk eða hættuleg. Aðgerðirnar snúa ekki eingöngu að efni um Covid-19 og kórónuveiruna heldur öll bóluefni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig ákveðið að loka reikningum margra aðila sem eru frægir í hópi andstæðinga bólusetninga vestanhafs. Þar á meðal eru þeir Robert F. Kennedy yngri og Joseph Mercola. Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Í tengslum við þá vinnu hafi starfsmenn fyrirtækisins lært mikilvægar lexíur um það hvernig eigi að tækla falskar upplýsingar. Þá hafi starfsmenn YouTube orðið sífellt meira varir við það að falskar upplýsingar um bóluefni við Covid-19, væru að verða að áróðri gegn bólusetningum almennt. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar um árabil haldið því fram að umrætt efni á YouTube sé meðal ástæðna fyrir því að vantrú á bóluefni hafi aukist í heiminum og sérstaklega í Bandaríkjunum. YouTube bannaði í gær rásir rússneska ríkismiðilsins RT í Þýskalandi vegna brota á skilmálum myndbandaveitunnar varðandi Covid-19. Ráðamenn í Rússlandi hafa heitið hefndum vegna þess. Forsvarsmenn YouTube hafa varist áköllum um að grípa til frekari aðgerða gegn áróðri varðandi bóluefni og bólusetningar. Með þessum breytingum færist YouTube nær samfélagsmiðlum eins og Faecbook og Twitter. Meira en þriðjungur heimsbúa hafa verið bólusettir gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Samfélagsmiðlar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira