Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 15:35 Charlotte Charles, móðir Harry Dunn, og Bruce Charles, stjúpfaðir hans, við dómsmálaráðuneyti Bretlands. Bresk stjórnvöld hafa ítrekað tekið upp dauða sonar þeirra við bandaríska ráðamenn. Vísir/Getty Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar. Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar.
Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32
Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40