Sérstakur frístundastyrkur – mikilvægt réttlætismál! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. september 2021 17:01 Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar