Við getum eytt biðlistunum því við höfum gert það áður Vilhjálmur Árnason skrifar 20. september 2021 11:30 Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar