ADHD - Skítugu börnin hennar Evu? Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 19. september 2021 12:30 ADHD er stórt og mikilvægt heilbrigðisverkefni sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Stórt verkefni, en virðist á engan hátt vera í forgangi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að enginn vilji taka þetta verkefni að sér almennilega og allir innviðir eru löngu sprungnir. Biðin eftir greiningu á Þroska- og hegðunarstöð, sem hefur alltaf verið löng, er núna hátt í 2 ár og nú er svo komið að biðin á einkareknar stofur, þar sem þarf að borga fyrir þjónustu, er oftast orðin margir mánuðir. Barnamálaráðherra ber sér á brjóst fyrir dugnað í málefnum barna, en ég sem móðir og sem sósíalisti vil benda á að þetta er málefni sem þarf að lyfta grettistaki í. Eins og barnamálaráðherra bendir réttilega á þá er greining miðinn til að fá þjónustu. Þó að grunur sé á ADHD fær barn ekki þjónustu við hæfi nema greiningin sé komin. Mögulega er hægt að vinna einhverja grunnvinnu heima fyrir og í skóla þegar grunur um ADHD er fyrir hendi, en tilraunastarfsemi getur hreinlega verið skaðleg fyrir barnið viti fólk ekki hvað það er að gera. Staðreyndin er sú að foreldrar og kennarar hafa ekki nægileg verkfæri til að vinna með. Svo er málið langt í frá að vera búið þegar greining er komin. Í mörgum tilfellum þarf barn með ADHD á lyfjagjöf að halda. Þá þarf tilvísun til geðlæknis og þeir eru því miður ekki margir og fylgir iðulega annar biðlisti. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessari stöðu því hún er algerlega óásættanleg. Við þurfum viðbrögð strax! Það eru alltof mörg börn sem að bíða eftir þeirri aðstoð sem okkur sem samfélagi er skylt að inna af hendi og er klárt mál að veldur skaða ef látin bíða of lengi. Þetta snýst ekki um aga Kerfið er ennþá þannig uppsett að ætlast er til að börnin falli í ákveðin norm og það eigi að vera hægt að ala öll börn upp á sama máta. Það er ekki raunin hér. Börn sem eru með ADHD þurfa aðra nálgun og oft alveg aðra uppeldismeðferð en þau börn sem falla undir normið. Þau finna það fljótt að þau passa ekki inn í þennan kassa sem samfélagið og skólakerfið setur þeim og upplifa sig misheppnuð og vitlaus. Foreldrar og kennarar upplifa auk þess fordóma í þeirra garð fyrir að standa sig ekki nógu vel og fyrir að halda ekki uppi aga. Börnin upplifa líka að þau eru dæmd óþekk, óalandi og óferjandi og þetta getur fylgt þeim langt fram í lífið, þó að greining komi svo síðar meir. Það þarf greiningu á vandamálinu til að hægt sé að finna lausnir. Ég vil þó benda á að fólk þarf samt að berjast fyrir öllum úrræðum í kerfinu, það er enginn sem réttir manni neinar lausnir. En það eru meðal annars til foreldranámskeið og fjölskyldunámskeið þar sem foreldrar og börnin fá ýmis verkfæri til að aðstoða í leik og starfi. Ég get ekki talað fyrir hönd kennara en ég upplifi að það vanti upp á fræðslu fyrir þá til að geta tekið betur á móti börnunum, en þó er það mismunandi eftir kennurum og skólum. Ég veit að ADHD samtökin leggja það til að menntastofnanir landsins beiti sér fyrir því að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Ég held að það sé bráð þörf á þessu. Auk þess tel ég að oft sé um verulega undirmönnun að ræða innan menntakerfisins, innan bekkjanna sem utan. Til að börnin okkar fái þá umönnun og þjónustu sem þau þurfa á að halda væri ekki óskynsamlegt að bæta við fagfólki eins og iðjuþjálfum, sálfræðingum, þroskaþjálfum o.s.frv. inn í skólana. Fámennur kennarahópur og oft ómenntaðir skólaliðar eru að standa sig gífurlega vel undir allt of miklu álagi og veitir ekkert af stuðning. Bæði starfsfólkið og börnin þurfa vinnuaðstöðu við hæfi. Það er endalaust hægt að berja sér á brjóst fyrir vel unnin störf en það eru margir hópar sem upplifa sig útundan hjá Ásmundi barnamálaráðherra. Börnin eiga ekki að upplifa að þau séu fyrir í skólakerfinu ADHD börn eru yndisleg börn upp til hópa, þau eru frjó og skapandi, þau eru lífleg og fjörug og án þessara barna er ég viss um að lífið væri ekki jafn skemmtileg. En þau þurfa aðstoð frá kerfinu og þau þurfa að finna að það er í lagi með þau eins og þau eru. Við hin og kerfið þurfum að aðlagast þeim. Okkur sem samfélagi er skylt að halda utan um hvert annað og grípa þegar hvert og eitt okkar þarf á því að halda. Forvarnargildi þess að grípa ADHD börnin snemma, gefa fjölskyldum þeirra, kennurum og þeim sem að umönnun þeirra koma verkfærin og þekkinguna sem þarf til að leyfa þeim að blómstra í stað þess að gefa þeim jafnvel þau skilaboð að þau séu hreinlega fyrir í skólakerfinu er ótvírætt. Öll börn eiga það skilið að fá að upplifa að þau tilheyri, að á þau sé hlustað og að þau skipti máli. Sú er ekki raunin með mörg börn á Íslandi í dag. Að taka vel utan um börn með taugaþroskaraskanir, á borð við ADHD, getur orðið til þess að þau munu eiga farsæla framtíð. Við verðum að horfast í augu við það hvað það gerir lítilli sál að senda henni þau skilaboð að hún sé óvelkomin frá unga aldri. Það er hreint og beint hættulegt. Tryggjum börnunum okkar þá aðstoð sem þau eiga skilið. Við í Sósíalistaflokknum munum vinna ötullega að því að tryggja ADHD börnunum, sem og öllum börnum, það umvefjandi kerfi og þjónustu sem við eigum öll skilið. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er sósíalískur femínisti, móðir og skipar 4. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
ADHD er stórt og mikilvægt heilbrigðisverkefni sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Stórt verkefni, en virðist á engan hátt vera í forgangi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að enginn vilji taka þetta verkefni að sér almennilega og allir innviðir eru löngu sprungnir. Biðin eftir greiningu á Þroska- og hegðunarstöð, sem hefur alltaf verið löng, er núna hátt í 2 ár og nú er svo komið að biðin á einkareknar stofur, þar sem þarf að borga fyrir þjónustu, er oftast orðin margir mánuðir. Barnamálaráðherra ber sér á brjóst fyrir dugnað í málefnum barna, en ég sem móðir og sem sósíalisti vil benda á að þetta er málefni sem þarf að lyfta grettistaki í. Eins og barnamálaráðherra bendir réttilega á þá er greining miðinn til að fá þjónustu. Þó að grunur sé á ADHD fær barn ekki þjónustu við hæfi nema greiningin sé komin. Mögulega er hægt að vinna einhverja grunnvinnu heima fyrir og í skóla þegar grunur um ADHD er fyrir hendi, en tilraunastarfsemi getur hreinlega verið skaðleg fyrir barnið viti fólk ekki hvað það er að gera. Staðreyndin er sú að foreldrar og kennarar hafa ekki nægileg verkfæri til að vinna með. Svo er málið langt í frá að vera búið þegar greining er komin. Í mörgum tilfellum þarf barn með ADHD á lyfjagjöf að halda. Þá þarf tilvísun til geðlæknis og þeir eru því miður ekki margir og fylgir iðulega annar biðlisti. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessari stöðu því hún er algerlega óásættanleg. Við þurfum viðbrögð strax! Það eru alltof mörg börn sem að bíða eftir þeirri aðstoð sem okkur sem samfélagi er skylt að inna af hendi og er klárt mál að veldur skaða ef látin bíða of lengi. Þetta snýst ekki um aga Kerfið er ennþá þannig uppsett að ætlast er til að börnin falli í ákveðin norm og það eigi að vera hægt að ala öll börn upp á sama máta. Það er ekki raunin hér. Börn sem eru með ADHD þurfa aðra nálgun og oft alveg aðra uppeldismeðferð en þau börn sem falla undir normið. Þau finna það fljótt að þau passa ekki inn í þennan kassa sem samfélagið og skólakerfið setur þeim og upplifa sig misheppnuð og vitlaus. Foreldrar og kennarar upplifa auk þess fordóma í þeirra garð fyrir að standa sig ekki nógu vel og fyrir að halda ekki uppi aga. Börnin upplifa líka að þau eru dæmd óþekk, óalandi og óferjandi og þetta getur fylgt þeim langt fram í lífið, þó að greining komi svo síðar meir. Það þarf greiningu á vandamálinu til að hægt sé að finna lausnir. Ég vil þó benda á að fólk þarf samt að berjast fyrir öllum úrræðum í kerfinu, það er enginn sem réttir manni neinar lausnir. En það eru meðal annars til foreldranámskeið og fjölskyldunámskeið þar sem foreldrar og börnin fá ýmis verkfæri til að aðstoða í leik og starfi. Ég get ekki talað fyrir hönd kennara en ég upplifi að það vanti upp á fræðslu fyrir þá til að geta tekið betur á móti börnunum, en þó er það mismunandi eftir kennurum og skólum. Ég veit að ADHD samtökin leggja það til að menntastofnanir landsins beiti sér fyrir því að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Ég held að það sé bráð þörf á þessu. Auk þess tel ég að oft sé um verulega undirmönnun að ræða innan menntakerfisins, innan bekkjanna sem utan. Til að börnin okkar fái þá umönnun og þjónustu sem þau þurfa á að halda væri ekki óskynsamlegt að bæta við fagfólki eins og iðjuþjálfum, sálfræðingum, þroskaþjálfum o.s.frv. inn í skólana. Fámennur kennarahópur og oft ómenntaðir skólaliðar eru að standa sig gífurlega vel undir allt of miklu álagi og veitir ekkert af stuðning. Bæði starfsfólkið og börnin þurfa vinnuaðstöðu við hæfi. Það er endalaust hægt að berja sér á brjóst fyrir vel unnin störf en það eru margir hópar sem upplifa sig útundan hjá Ásmundi barnamálaráðherra. Börnin eiga ekki að upplifa að þau séu fyrir í skólakerfinu ADHD börn eru yndisleg börn upp til hópa, þau eru frjó og skapandi, þau eru lífleg og fjörug og án þessara barna er ég viss um að lífið væri ekki jafn skemmtileg. En þau þurfa aðstoð frá kerfinu og þau þurfa að finna að það er í lagi með þau eins og þau eru. Við hin og kerfið þurfum að aðlagast þeim. Okkur sem samfélagi er skylt að halda utan um hvert annað og grípa þegar hvert og eitt okkar þarf á því að halda. Forvarnargildi þess að grípa ADHD börnin snemma, gefa fjölskyldum þeirra, kennurum og þeim sem að umönnun þeirra koma verkfærin og þekkinguna sem þarf til að leyfa þeim að blómstra í stað þess að gefa þeim jafnvel þau skilaboð að þau séu hreinlega fyrir í skólakerfinu er ótvírætt. Öll börn eiga það skilið að fá að upplifa að þau tilheyri, að á þau sé hlustað og að þau skipti máli. Sú er ekki raunin með mörg börn á Íslandi í dag. Að taka vel utan um börn með taugaþroskaraskanir, á borð við ADHD, getur orðið til þess að þau munu eiga farsæla framtíð. Við verðum að horfast í augu við það hvað það gerir lítilli sál að senda henni þau skilaboð að hún sé óvelkomin frá unga aldri. Það er hreint og beint hættulegt. Tryggjum börnunum okkar þá aðstoð sem þau eiga skilið. Við í Sósíalistaflokknum munum vinna ötullega að því að tryggja ADHD börnunum, sem og öllum börnum, það umvefjandi kerfi og þjónustu sem við eigum öll skilið. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er sósíalískur femínisti, móðir og skipar 4. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun