Hvað ber að gera til að nýsköpun á Íslandi fari alla leið? Stefán Þór Björnsson skrifar 23. september 2021 08:31 Auðugustu ríki heimsins leggja höfuðáherslu á að efla nýsköpun en hún er forsenda framleiðniaukningar, sem stendur undir bættum lífskjörum. Ísland stendur núna á tímamótum. Hagkerfi landsins hefur að mestu leyti verið auðlindadrifið, samanber helstu útflutningsstoðir Íslands: fiskveiðar, áliðnað og ferðamannaþjónustu. Á síðustu tveimur áratugum hefur þó fjórða stoðin bæst við sem er hugverkaiðnaður eins og t.d. hugbúnaður, sérhæfðar hátækni iðnaðarvörur, lyf- og líftækni og tölvuleikir. Þrátt fyrir að hugverkaiðnaður hafi verið í mikilli sókn á síðustu misserum er hann samt enn hlutfallslega minni í hagrænu tilliti en á hinum Norðurlöndunum. Til að tryggja hagsæld Íslands til lengri tíma er nauðsynlegt að þrefalda til fjórfalda útflutningsstoðina hugverkaiðnað. Í því sambandi er hægt að horfa til annarra ríkja eins og t.d. Bretalands og Kanada sem hafa beitt hvötum og langtímastefnumótun til að byggja upp sinn hugverkaiðnað frá grunni. Á síðustu árum hefur íslenska ríkið aukið hvata til nýsköpunar með ýmsum aðgerðum. Hvati til að auka rannsóknir og þróun Endurgreiðsla á rannsókna- og þróunarkostnaði hvetur fyrirtæki til þess að stunda rannsóknir og þróun og hafa flest OECD-ríki innleitt slíka hvata með góðum árangri. Hér hafa íslensk stjórnvöld lyft grettistaki með því að hækka bæði hlutfall (35% fyrir minni fyrirtæki og 25% fyrir stærri fyrirtæki) og hámark (1.100 m.kr.) þess kostnaðar sem fyrirtæki getur fengið endurgreiddan. Auknir hvatar á þessu sviði eru þegar byrjaðir að skila miklum árangri og í því sambandi má nefna að fyrirtæki í Samtökum leikjaframleiðenda (IGI) hafa brugðist við með því að fjölga starfsmönnum sínum hér á landi eins og eftirfarandi tafla sýnir: Á miðju ári 2020 voru starfsmenn IGI-fyrirtækja á Íslandi 328 talsins en ári seinna voru þeir orðnir 388 og gera áætlanir fyrirtækjanna ráð fyrir að starfsmenn þeirra verði orðnir 435 í lok þessa árs. Það er um þriðjungs aukning frá miðju ári 2020. Önnur jákvæð þróun er að á síðustu þremur árum hafa sex öflug leikjafyrirtæki orðið til, hvert með 20–30 starfsmenn. Þetta þýðir að kjarni leikjafyrirtækja er að myndast en flestar rannsóknir á þessu sviði benda til þess að þegar slíkur kjarni verður til að þá eflist viðkomandi atvinnugrein til muna. Annar mælikvarði sem hægt er að styðjast við varðandi uppgang íslenskra leikjafyrirtækja er fjöldi mánaðarlega spilara. Á eftirfarandi töflu má sjá að fjöldi spilara hefur margfaldast síðustu misserin. Eins og sést hér að ofan hefur fjöldi mánaðarlega spilara hjá íslenskum leikjafyrirtækjum aukist úr 698.365 á miðju ári 2020 upp í 4.271.381 í ágúst/september á þessu ári. Þegar Covid faraldurinn skall á kom í ljós að íslenskur tölvuleikjaiðnaður hafði sveiflujafnandi áhrif fyrir hagkerfið þar sem hann óx á sama tíma og ferðaþjónusta dróst saman. Auknir hvatar í formi endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði eru þó aðeins tímabundnir en þeir falla úr gildi í lok þessa árs og eru stjórnvöld hér hvött til þess að framlengja gildistíma þeirra. Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja Vísisjóðir (e. Venture Capital) eru mikilvægur hluti af fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Stærstu fjárfestar í slíkum sjóðum hérlendis hafa verið lífeyrissjóðir. Fjárfestingar þeirra hafa verið auðveldaðar því heimildir þeirra hafa verið auknar svo að nú mega þeir eiga allt að 35% í vísisjóðum í stað 25% og gildir hækkunarheimildin til 2025. Auk þess hefur ríkið stofnsett sérstakan mótframlagssjóð, Kríu, til að styðja við stofnun vísisjóða og tekur sú ráðstöfun mið af reynslu Ísraelsmanna sem náð hafa miklum árangri með Yozma mótframlagssjóðnum. Umræddar aðgerðir og hvatar ríkisins hafa skilað þeim árangri að íslenskir vísisjóðir hafa margfaldað fjárfestingargetu sína en sjóðirnir eru fimm sem búið er að stofnsetja eða eru á lokametrunum og eru þeir með hátt í 40 ma.kr. fjárfestingargetu samanlagt. Hér mætti ríkisvaldið koma á meiri fyrirsjáanleika með því að gera hækkunarheimild lífeyrissjóða ótímabundna. Bretland og Svíþjóð hafa beitt markaðslausnum og skattalegum hvötum til að efla fjárfestingar einstaklinga í nýsköpunarfyrirtækjum en þessi lönd eru öðru og þriðja sæti í Evrópu hvað varðar nýsköpun samkvæmt mati Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO). Breska ríkið er með skattahvatakerfi til einstaklingsfjárfesta sem endurgreiðir þeim 30–60% af fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum og í sumum tilvikum meira. Kerfið virkar það vel að meirihluti fjárfestinga í breskum tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum kemur núna frá einstaklingum og eru fjárfestingar í breskum tækniiðnaði orðnar meiri en í þýskum og frönskum tækniiðnaði samanlagt. Í Svíþjóð hafa mörg vaxtarfyrirtæki verið að afla sér fjár með því að skrá sig á þarlendan First North vaxtarmarkað en sænskir borgarar mega ráðstafa hluta af séreignasparnaði sínum til fjárfestinga í sjóðum eða einstaka hlutabréfum að eigin vali. Að auki geta þeir opnað svokallaða fjárfestingarsparnaðarreikninga („Investeringssparkonto“), sem veita skattalegt hagræði af ávöxtun umfram tiltekið grunnviðmið og hvetja því m.a. til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum. Skráning nýsköpunarfyrirtækja á hlutabréfamarkað og þátttaka almennings í fjármögnun þeirra hefur gegnt miklu hlutverki við að byggja upp sænska hugverkaiðnaðinn sem er í fremstu röð í heiminum. Á Íslandi hefur ríkið tekið stórt skref fram á við með því að veita einstaklingsfjárfestum sem greiða tekjuskatt 30–35% afslátt af fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum. Nú þegar hafa 20 fyrirtæki nýtt sér þetta við fjármögnun og þar af hafa tvö verið skráð á First North-markaðinn á Íslandi. Fleiri hérlend fyrirtæki eru að vinna að skráningu á First North í vetur. Með áframhaldandi stuðningi ríkisins er hægt að byggja upp breiðan vaxtarmarkað (First North) eins og gert hefur verið í Svíþjóð en það myndi auðvelda íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum til muna að fjármagna sig. Virkur innlendur vaxtarmarkaður mun síðan auðvelda íslenskum vísisjóðum að selja fyrr frá sér þau fyrirtæki sem þau hafa fjárfest í, sem myndi síðan gera stjórnendum þeirra kleift að ráðast fyrr í að stofna nýja sjóði og þar með viðhalda fjárfestingarhringrásinni. Hér mætti ríkisvaldið auka enn hvata einstaklingsfjárfesta og festa þá í sessi þannig að þeir væru meira í samræmi við það sem Bretar hafa gert og auk þess mætti skoða þann möguleika að íslenskir borgarar geti óskað eftir að ákveðnum hluta af séreignarlífeyrissparnaði þeirra sé varið í fjárfestingar í vaxtafyrirtækjum á First North-markaðnum. Góður árangur af nýsköpunaraðgerðum ríkisins hefur gert það að verkum að miklir kraftar eru að leysast úr læðingi en núna stendur íslenskur hugverkaiðnaður frammi fyrir nýju vandamáli sem er sívaxandi skortur á tæknimenntuðu fólki. Önnur lönd hafa staðið frammi fyrir sambærilegu vandamáli. Fylkisstjórnin í Québec í Kanada einsetti sér fyrir um 20 árum að byggja upp tölvuleikjakjarna í Montreal, stærstu borg fylkisins. Vandinn var þó sá að hæft starfsfólk skorti. Fylkisstjórnin greip þá til þess ráðs að koma á skattalegu hvatakerfi til að laða að hæfileikaríkt fólk. Kerfið virkar þannig að fyrstu tvö árin sem erlendur sérfræðingur kemur til fylkisins er tekjuskattsstofn viðkomandi lækkaður um 100%, 75% á þriðja ári, 50% á fjórða ári og 25% á fimmta árinu. Árangurinn er sá að árið 2017 var Montreal komin í hóp fimm stærstu tölvuleikjakjarna heims og 11.000 manns unnu í borginni í tölvuleikjaiðnaðinum sem er tíföldun frá 2002. Evrópuríki eins og Belgía, Svíþjóð og Holland hafa einnig beitt sambærilegum ívilnunum til að laða að erlent tæknifólk. Íslenska ríkið hefur stigið mikilvægt skref með því að veita erlendum sérfræðingum 25% lækkun á tekjuskattsstofni fyrstu þrjú árin sem þeir starfa hérna. Til þess að við getum margfaldað íslenska hugverkaiðnaðinn á næstu árum þurfum við þó að flytja inn mun fleiri erlenda sérfræðinga en við höfum áður gert. Fleiri erlendir sérfræðingar eru líklega forsenda þess að hérlendur hugverkaiðnaður geti haldið áfram að dafna. Skilvirkasta leiðin til að ná í fólk sem er eftirsótt um allan heim er að auka skattalega hvata fyrir það til að koma til Íslands. Hér er lagt til að horft verði til þess hvatakerfis sem Québec-fylki hefur komið á varðandi ráðningu á erlendum sérfræðingum. Ef íslensk stjórnvöld halda áfram að styðja við íslenska nýsköpun er allt sem bendir til þess að hérlendur hugverkaiðnaður geti margfaldast að stærð sem myndi hafa mjög góð langtímaáhrif fyrir hagkerfið og auka fjölda góðra starfa hér á landi. Höfundur er einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og situr hann í stjórn Samtaka íslenskra tölvuleikjafyrirtækja og Samtaka sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Auðugustu ríki heimsins leggja höfuðáherslu á að efla nýsköpun en hún er forsenda framleiðniaukningar, sem stendur undir bættum lífskjörum. Ísland stendur núna á tímamótum. Hagkerfi landsins hefur að mestu leyti verið auðlindadrifið, samanber helstu útflutningsstoðir Íslands: fiskveiðar, áliðnað og ferðamannaþjónustu. Á síðustu tveimur áratugum hefur þó fjórða stoðin bæst við sem er hugverkaiðnaður eins og t.d. hugbúnaður, sérhæfðar hátækni iðnaðarvörur, lyf- og líftækni og tölvuleikir. Þrátt fyrir að hugverkaiðnaður hafi verið í mikilli sókn á síðustu misserum er hann samt enn hlutfallslega minni í hagrænu tilliti en á hinum Norðurlöndunum. Til að tryggja hagsæld Íslands til lengri tíma er nauðsynlegt að þrefalda til fjórfalda útflutningsstoðina hugverkaiðnað. Í því sambandi er hægt að horfa til annarra ríkja eins og t.d. Bretalands og Kanada sem hafa beitt hvötum og langtímastefnumótun til að byggja upp sinn hugverkaiðnað frá grunni. Á síðustu árum hefur íslenska ríkið aukið hvata til nýsköpunar með ýmsum aðgerðum. Hvati til að auka rannsóknir og þróun Endurgreiðsla á rannsókna- og þróunarkostnaði hvetur fyrirtæki til þess að stunda rannsóknir og þróun og hafa flest OECD-ríki innleitt slíka hvata með góðum árangri. Hér hafa íslensk stjórnvöld lyft grettistaki með því að hækka bæði hlutfall (35% fyrir minni fyrirtæki og 25% fyrir stærri fyrirtæki) og hámark (1.100 m.kr.) þess kostnaðar sem fyrirtæki getur fengið endurgreiddan. Auknir hvatar á þessu sviði eru þegar byrjaðir að skila miklum árangri og í því sambandi má nefna að fyrirtæki í Samtökum leikjaframleiðenda (IGI) hafa brugðist við með því að fjölga starfsmönnum sínum hér á landi eins og eftirfarandi tafla sýnir: Á miðju ári 2020 voru starfsmenn IGI-fyrirtækja á Íslandi 328 talsins en ári seinna voru þeir orðnir 388 og gera áætlanir fyrirtækjanna ráð fyrir að starfsmenn þeirra verði orðnir 435 í lok þessa árs. Það er um þriðjungs aukning frá miðju ári 2020. Önnur jákvæð þróun er að á síðustu þremur árum hafa sex öflug leikjafyrirtæki orðið til, hvert með 20–30 starfsmenn. Þetta þýðir að kjarni leikjafyrirtækja er að myndast en flestar rannsóknir á þessu sviði benda til þess að þegar slíkur kjarni verður til að þá eflist viðkomandi atvinnugrein til muna. Annar mælikvarði sem hægt er að styðjast við varðandi uppgang íslenskra leikjafyrirtækja er fjöldi mánaðarlega spilara. Á eftirfarandi töflu má sjá að fjöldi spilara hefur margfaldast síðustu misserin. Eins og sést hér að ofan hefur fjöldi mánaðarlega spilara hjá íslenskum leikjafyrirtækjum aukist úr 698.365 á miðju ári 2020 upp í 4.271.381 í ágúst/september á þessu ári. Þegar Covid faraldurinn skall á kom í ljós að íslenskur tölvuleikjaiðnaður hafði sveiflujafnandi áhrif fyrir hagkerfið þar sem hann óx á sama tíma og ferðaþjónusta dróst saman. Auknir hvatar í formi endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði eru þó aðeins tímabundnir en þeir falla úr gildi í lok þessa árs og eru stjórnvöld hér hvött til þess að framlengja gildistíma þeirra. Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja Vísisjóðir (e. Venture Capital) eru mikilvægur hluti af fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Stærstu fjárfestar í slíkum sjóðum hérlendis hafa verið lífeyrissjóðir. Fjárfestingar þeirra hafa verið auðveldaðar því heimildir þeirra hafa verið auknar svo að nú mega þeir eiga allt að 35% í vísisjóðum í stað 25% og gildir hækkunarheimildin til 2025. Auk þess hefur ríkið stofnsett sérstakan mótframlagssjóð, Kríu, til að styðja við stofnun vísisjóða og tekur sú ráðstöfun mið af reynslu Ísraelsmanna sem náð hafa miklum árangri með Yozma mótframlagssjóðnum. Umræddar aðgerðir og hvatar ríkisins hafa skilað þeim árangri að íslenskir vísisjóðir hafa margfaldað fjárfestingargetu sína en sjóðirnir eru fimm sem búið er að stofnsetja eða eru á lokametrunum og eru þeir með hátt í 40 ma.kr. fjárfestingargetu samanlagt. Hér mætti ríkisvaldið koma á meiri fyrirsjáanleika með því að gera hækkunarheimild lífeyrissjóða ótímabundna. Bretland og Svíþjóð hafa beitt markaðslausnum og skattalegum hvötum til að efla fjárfestingar einstaklinga í nýsköpunarfyrirtækjum en þessi lönd eru öðru og þriðja sæti í Evrópu hvað varðar nýsköpun samkvæmt mati Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO). Breska ríkið er með skattahvatakerfi til einstaklingsfjárfesta sem endurgreiðir þeim 30–60% af fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum og í sumum tilvikum meira. Kerfið virkar það vel að meirihluti fjárfestinga í breskum tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum kemur núna frá einstaklingum og eru fjárfestingar í breskum tækniiðnaði orðnar meiri en í þýskum og frönskum tækniiðnaði samanlagt. Í Svíþjóð hafa mörg vaxtarfyrirtæki verið að afla sér fjár með því að skrá sig á þarlendan First North vaxtarmarkað en sænskir borgarar mega ráðstafa hluta af séreignasparnaði sínum til fjárfestinga í sjóðum eða einstaka hlutabréfum að eigin vali. Að auki geta þeir opnað svokallaða fjárfestingarsparnaðarreikninga („Investeringssparkonto“), sem veita skattalegt hagræði af ávöxtun umfram tiltekið grunnviðmið og hvetja því m.a. til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum. Skráning nýsköpunarfyrirtækja á hlutabréfamarkað og þátttaka almennings í fjármögnun þeirra hefur gegnt miklu hlutverki við að byggja upp sænska hugverkaiðnaðinn sem er í fremstu röð í heiminum. Á Íslandi hefur ríkið tekið stórt skref fram á við með því að veita einstaklingsfjárfestum sem greiða tekjuskatt 30–35% afslátt af fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum. Nú þegar hafa 20 fyrirtæki nýtt sér þetta við fjármögnun og þar af hafa tvö verið skráð á First North-markaðinn á Íslandi. Fleiri hérlend fyrirtæki eru að vinna að skráningu á First North í vetur. Með áframhaldandi stuðningi ríkisins er hægt að byggja upp breiðan vaxtarmarkað (First North) eins og gert hefur verið í Svíþjóð en það myndi auðvelda íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum til muna að fjármagna sig. Virkur innlendur vaxtarmarkaður mun síðan auðvelda íslenskum vísisjóðum að selja fyrr frá sér þau fyrirtæki sem þau hafa fjárfest í, sem myndi síðan gera stjórnendum þeirra kleift að ráðast fyrr í að stofna nýja sjóði og þar með viðhalda fjárfestingarhringrásinni. Hér mætti ríkisvaldið auka enn hvata einstaklingsfjárfesta og festa þá í sessi þannig að þeir væru meira í samræmi við það sem Bretar hafa gert og auk þess mætti skoða þann möguleika að íslenskir borgarar geti óskað eftir að ákveðnum hluta af séreignarlífeyrissparnaði þeirra sé varið í fjárfestingar í vaxtafyrirtækjum á First North-markaðnum. Góður árangur af nýsköpunaraðgerðum ríkisins hefur gert það að verkum að miklir kraftar eru að leysast úr læðingi en núna stendur íslenskur hugverkaiðnaður frammi fyrir nýju vandamáli sem er sívaxandi skortur á tæknimenntuðu fólki. Önnur lönd hafa staðið frammi fyrir sambærilegu vandamáli. Fylkisstjórnin í Québec í Kanada einsetti sér fyrir um 20 árum að byggja upp tölvuleikjakjarna í Montreal, stærstu borg fylkisins. Vandinn var þó sá að hæft starfsfólk skorti. Fylkisstjórnin greip þá til þess ráðs að koma á skattalegu hvatakerfi til að laða að hæfileikaríkt fólk. Kerfið virkar þannig að fyrstu tvö árin sem erlendur sérfræðingur kemur til fylkisins er tekjuskattsstofn viðkomandi lækkaður um 100%, 75% á þriðja ári, 50% á fjórða ári og 25% á fimmta árinu. Árangurinn er sá að árið 2017 var Montreal komin í hóp fimm stærstu tölvuleikjakjarna heims og 11.000 manns unnu í borginni í tölvuleikjaiðnaðinum sem er tíföldun frá 2002. Evrópuríki eins og Belgía, Svíþjóð og Holland hafa einnig beitt sambærilegum ívilnunum til að laða að erlent tæknifólk. Íslenska ríkið hefur stigið mikilvægt skref með því að veita erlendum sérfræðingum 25% lækkun á tekjuskattsstofni fyrstu þrjú árin sem þeir starfa hérna. Til þess að við getum margfaldað íslenska hugverkaiðnaðinn á næstu árum þurfum við þó að flytja inn mun fleiri erlenda sérfræðinga en við höfum áður gert. Fleiri erlendir sérfræðingar eru líklega forsenda þess að hérlendur hugverkaiðnaður geti haldið áfram að dafna. Skilvirkasta leiðin til að ná í fólk sem er eftirsótt um allan heim er að auka skattalega hvata fyrir það til að koma til Íslands. Hér er lagt til að horft verði til þess hvatakerfis sem Québec-fylki hefur komið á varðandi ráðningu á erlendum sérfræðingum. Ef íslensk stjórnvöld halda áfram að styðja við íslenska nýsköpun er allt sem bendir til þess að hérlendur hugverkaiðnaður geti margfaldast að stærð sem myndi hafa mjög góð langtímaáhrif fyrir hagkerfið og auka fjölda góðra starfa hér á landi. Höfundur er einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og situr hann í stjórn Samtaka íslenskra tölvuleikjafyrirtækja og Samtaka sprotafyrirtækja.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun