Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 14:40 Zhou Xiaoxuan fyrir utan dómshús í Peking í gær. AP/Mark Schiefelbein Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær. Kína MeToo Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær.
Kína MeToo Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira