Leiðinlegu loforðin Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. september 2021 09:31 Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun