Ráðherrann rökstuddi þessa ráðstöfun með því að samdrátt í getnaðarvarnanotkun ungra kvenna mætti rekja að mestu leyti til fjárhagslegra ástæðna.
„Það er ólíðandi að konur geti ekki varið sig – hafi ekki aðgang að getnaðarvörnum – af því að það sé of dýrt,“ sagði hann.
Ráðgerður kostnaðarauki stjórnvalda af þessum sökum er um 21 milljón evra á ári, en Macron forseti er um þessar mundir að keyra í gang baráttuna fyrir kosningar sem verða haldnar á næsta ári.