Fólkið fyrst, svo kerfið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 15:00 Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun