Mannréttindi fyrir dósir Andrés Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2021 11:00 „Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Andrés Ingi Jónsson Mannréttindi Píratar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun