Rannsaka risastórt hópsmit á tónlistarhátíð á Englandi Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 10:34 Hátíðargestir skemmtu sér konunglega í miklu návígi hver við annan. Jonny Weeks/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa hafið opinbera rannsókn eftir að 4.700 manns sem sóttu tónlistar- og brimbrettahátíðina Boardmasters sem haldin var í Cornwall á dögunum greindust smitaðir af kórónuveirunni. Í frétt Sky um málið segir að um 76 þúsund manns hafi sótt hátíðina og smituðust því rúmlega sex prósent hátíðargesta. Til samanburðar má nefna að svipað smithlutfall á 20 þúsund manna Þjóðhátíð myndi skila sér í tólf hundruð smituðum. Hátíðarhaldarar segjast hafa fylgt öllum sóttvarnarreglum sem í gildi eru á Englandi. Mikil mannmergð var á hátíðinni, ekki síst þegar Gorillaz stigu á svið með Damon Albarn í broddi fylkingar.Jonny Weeks/Getty Öllum gestum hátíðarinnar, ellefu ára og eldri, var gert að sýna fram á einn þriggja valmöguleika: Bólusetningarvottorð, sem sýnir að seinni skammtur hafi verið gefinn minnst tveimur vikum fyrir hátíð, neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki meira en sólarhringsgamalt eða jákvæða niðurstöðu um fyrri sýkingu úr PCR-prófi. Þeir gestir sem gistu á tjaldsvæði hátíðarsvæðisins þurftu einnig að undirgangast hraðpróf þegar hátíðin var hálfnuð. Gestir voru beðnir um að koma með sín eigin hraðpróf. Engin grímuskylda var á hátíðinni en gestir voru hvattir til grímunotkunar. Fáir virðast hafa hlustað á hvatningu um grímunotkun.Jonny Weeks/Getty Louis Gardner, bæjarstjóri Newquay þar sem hátíðin fór meðal annars fram, segir orsök fjölda smitaðra í Corwall orsakast af metfjölda ferðamanna í sýslunni og skort á sóttvörnum. „Gististaðirnir okkar eru fullir, samkomustaðir eru fullir, það eru engar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Ég held að þetta hafi allt samverkandi áhrif,“ segir Gardner. Sóttvarnalæknir hefur varað við tilslökunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að honum litist ekki á blikuna vegna afléttinga sóttvarnaraðgerða á Bretlandseyjum. Þórólfur reyndist sannspár um ástandið á Englandi.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur. Nú nokkrum dögum seinna virðist Þórólfur hafa haft rétt fyrir sér. Þórólfur sagði jafnframt í viðtali í gær að hann teldi ekki rétt að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar. Hann segir áhættu tekna með afléttingu fjöldatakmarkanna. „Ég bendi á það, til dæmis, úrslitaleikurinn á Wembley, Íslendingar sem komu þaðan voru smitaðir og eiga stóran þátt í þessari bylgju sem við erum núna að ganga í gegnum,“ segir Þórólfur. Hann segir betra að við nýtum okkur okkar eigin reynslu í baráttunni við faraldurinn. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Í frétt Sky um málið segir að um 76 þúsund manns hafi sótt hátíðina og smituðust því rúmlega sex prósent hátíðargesta. Til samanburðar má nefna að svipað smithlutfall á 20 þúsund manna Þjóðhátíð myndi skila sér í tólf hundruð smituðum. Hátíðarhaldarar segjast hafa fylgt öllum sóttvarnarreglum sem í gildi eru á Englandi. Mikil mannmergð var á hátíðinni, ekki síst þegar Gorillaz stigu á svið með Damon Albarn í broddi fylkingar.Jonny Weeks/Getty Öllum gestum hátíðarinnar, ellefu ára og eldri, var gert að sýna fram á einn þriggja valmöguleika: Bólusetningarvottorð, sem sýnir að seinni skammtur hafi verið gefinn minnst tveimur vikum fyrir hátíð, neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki meira en sólarhringsgamalt eða jákvæða niðurstöðu um fyrri sýkingu úr PCR-prófi. Þeir gestir sem gistu á tjaldsvæði hátíðarsvæðisins þurftu einnig að undirgangast hraðpróf þegar hátíðin var hálfnuð. Gestir voru beðnir um að koma með sín eigin hraðpróf. Engin grímuskylda var á hátíðinni en gestir voru hvattir til grímunotkunar. Fáir virðast hafa hlustað á hvatningu um grímunotkun.Jonny Weeks/Getty Louis Gardner, bæjarstjóri Newquay þar sem hátíðin fór meðal annars fram, segir orsök fjölda smitaðra í Corwall orsakast af metfjölda ferðamanna í sýslunni og skort á sóttvörnum. „Gististaðirnir okkar eru fullir, samkomustaðir eru fullir, það eru engar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Ég held að þetta hafi allt samverkandi áhrif,“ segir Gardner. Sóttvarnalæknir hefur varað við tilslökunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að honum litist ekki á blikuna vegna afléttinga sóttvarnaraðgerða á Bretlandseyjum. Þórólfur reyndist sannspár um ástandið á Englandi.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur. Nú nokkrum dögum seinna virðist Þórólfur hafa haft rétt fyrir sér. Þórólfur sagði jafnframt í viðtali í gær að hann teldi ekki rétt að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar. Hann segir áhættu tekna með afléttingu fjöldatakmarkanna. „Ég bendi á það, til dæmis, úrslitaleikurinn á Wembley, Íslendingar sem komu þaðan voru smitaðir og eiga stóran þátt í þessari bylgju sem við erum núna að ganga í gegnum,“ segir Þórólfur. Hann segir betra að við nýtum okkur okkar eigin reynslu í baráttunni við faraldurinn.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53