Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:14 Réttarhöld yfir R. Kelly héldu áfram í gær. getty/Antonio Perez Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55