Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Evrópusambandið hefur keypt 55 þúsund skammta af lyfinu til prófana. getty/Paul Hennessy/SOPA Images Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira