Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 15:07 Alexei Navalní er ekki af baki dottinn þó að hann sitji í fangelsi og bandamenn hans megi ekki bjóða sig fram til þings. Vísir/AP Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53
Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36