Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 15:07 Alexei Navalní er ekki af baki dottinn þó að hann sitji í fangelsi og bandamenn hans megi ekki bjóða sig fram til þings. Vísir/AP Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53
Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36