Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:52 Kristján segir leiðinlegt að hindranir séu í vegi fyrir rafbílavæðingunni sem enginn græði á. Vísir Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. „Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins. Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins.
Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira