Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 16:57 Verphy Kudi var átján ára gömul þegar hún skildi tuttugu mánaða gamla dóttur sína eftir heima í sex daga. Getty/Lögreglan í Sussex Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða. Bretland England Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða.
Bretland England Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira