Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 13:58 Katrín Jakobsdóttir segist merkja þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum. Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira