Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 14:37 Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið í morgun. Vísir/Sigurjón Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið á Reykjanesi síðan klukkan 10:15 í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir að fylgst sé grannt með og verið að lesa í gögn. Engin merki séu þó um gosóróa. Fyrsti jarðskjálftinn mældist 0,1 kílómetra suðsuðaustur af Bláa lóninu klukka 10:15 og var hann 0,2 að stærð. Síðan þá hafa orðið sjö jarðskjálftar á svipuðum slóðum, allir undir einum að stærð. „Við erum bara að skoða þetta. Við fengum skjálfta þarna áður en þetta byrjaði allt saman fyrir tveimur árum. Þeir eru mjög grunnir en það er enn verið að fara yfir gögn þannig að það er lítið hægt að segja um það meira,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það sé nokkuð óvenjulegt hvað þeir eru grunnir en þarna sé um að ræða mjög litla skjálfta. Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur nú meiri kvika safnast undir Svartsengi en fyrir síðasta eldgos. „Við erum alltaf á tánum samt af því að við bíðum eftir eldgosi þannig að við getum búist við því hvenær sem er. Við erum að reyna að tjasla þessu saman og fá eitthvað vit í þetta,“ segir Sigríður Magnea. Þið sjáið ekki merki um gosóróa núna? „Nei, það eru engin merki um það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þar sem um fjórtán milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er enn nokkur. Hættumat er óbreytt og gildir í tvær vikur að öllu óbreyttu. 28. október 2025 13:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Fyrsti jarðskjálftinn mældist 0,1 kílómetra suðsuðaustur af Bláa lóninu klukka 10:15 og var hann 0,2 að stærð. Síðan þá hafa orðið sjö jarðskjálftar á svipuðum slóðum, allir undir einum að stærð. „Við erum bara að skoða þetta. Við fengum skjálfta þarna áður en þetta byrjaði allt saman fyrir tveimur árum. Þeir eru mjög grunnir en það er enn verið að fara yfir gögn þannig að það er lítið hægt að segja um það meira,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það sé nokkuð óvenjulegt hvað þeir eru grunnir en þarna sé um að ræða mjög litla skjálfta. Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur nú meiri kvika safnast undir Svartsengi en fyrir síðasta eldgos. „Við erum alltaf á tánum samt af því að við bíðum eftir eldgosi þannig að við getum búist við því hvenær sem er. Við erum að reyna að tjasla þessu saman og fá eitthvað vit í þetta,“ segir Sigríður Magnea. Þið sjáið ekki merki um gosóróa núna? „Nei, það eru engin merki um það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þar sem um fjórtán milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er enn nokkur. Hættumat er óbreytt og gildir í tvær vikur að öllu óbreyttu. 28. október 2025 13:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Meiri kvika en í síðasta gosi Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þar sem um fjórtán milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er enn nokkur. Hættumat er óbreytt og gildir í tvær vikur að öllu óbreyttu. 28. október 2025 13:21