Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 12:25 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“ Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“
Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira