Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 12:25 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“ Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í nýrri rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur afbrotafræðings kemur fram að innflytjendur á Íslandi á aldrinum þrettán til sautján ára upplifi minni jaðarsetningu heldur en ungmenni í höfuðborgum Svíþjóðar og Finnlands. Rannsókn hennar sýnir fram á að aukin jaðarsetning ungmennanna getur haft áhrif á hvort þau brjóti af sér síðar meir. „Eins og er nokkuð vel þekkt hefur umræða um innflytjendur aukist töluvert á síðustu árum og líkt og víða annars staðar snýst umræðan hér á landi að hluta til um ógn við öryggi landsmanna sem einn fylgisfisk fjölmenningar, að með auknum fjölda innflytjenda muni afbrotum og ofbeldi fjölga, “ segir Margrét. Hún hyggst kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn á morgun. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis um hvort tengsl séu til staðar á milli fjölda innflytjenda og afbrota. Margrét segir slík tengsl vera háð samfélagslegu samhengi, til að mynda innflytjendastöðu. „Mínar niðurstöður eru meðal annars að það er mjög mismunandi hvort að ungt fólk upplifi jaðarsetningu á milli þessara þriggja landa-borga, hún er mest í Stokkhólmi eins og ég átti von á. En minnst á Íslandi og hérna og hvað varðar afbrot og ofbeldi að þá hefur jaðarsetning áhrif á það.“ „Þegar ég er að skoða stóran hóp af þrettán til sautján ára ungmennum og er að gera þetta í samstarfi við afbrotafræðinga á öðrum Norðurlöndum þá er enginn munur eftir innflytjendastöðu hjá þessum hópi þegar við erum að skoða hvort að ungmennin hafi brotið af sér eða beitt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. En ég er að sjá mun á mörgum öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að þau séu jaðarsett í samfélaginu og svo framvegis. Ég set þetta svona í samhengi og fer yfir þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum á morgun,“ segir Margrét. Innflytjendur á Íslandi séu samt auðvitað afskaplega fjölbreyttur hópur. „Af því að það er auðvitað mjög mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram í umræðuna því að það er stundum talað um þetta eins og þetta sé frekar einfalt, annaðhvort stafi okkur einhver sérstök ógn af innflytjendum af því að þeir séu líklegri til að brjóta af sér eða ekki.“
Innflytjendamál Vísindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira