„Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2025 11:50 Vetrarfærðin hefur valdið umferðartöfum víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Anton Brink Búast má við miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, og strætisvagnar eru víða ekki á áætlun. Gular viðvaranir eru í kortunum og veðurfræðingur á von á mikilli hálku á morgun, þegar snjó tekur að leysa. Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri á morgun í flestum landshlutum, frá austri til vesturs, vegna hvassviðris eða storms, en á Austfjörðum má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum vegna hækkandi hitastigs. Viðvaranir ná ekki til norðausturlands, suðausturlands eða höfuðborgarsvæðisins. Svona verður viðvaranakort Veðurstofu Íslands klukkan tvö síðdegis á morgun.Veðurstofa Íslands Enn er þó slæm færð víða á höfuðborgarsvæðinu, en Vegagerðin vekur athygli á að umferð þar gangi hægt og búast megi við töfum. Í stuttri tilkynningu á vef Strætó segir að búast megi við miklum seinkunum í dag á öllu höfuðborgarsvæðinu, og eru farþegar beðnir um að fylgjast með staðsetningu vagna á rauntímakorti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að strætisvagnar fari hægt yfir, og séu sumir hverjir yfirfullir af farþegum. Stórvarasamt á morgun Veðurfræðingur segir að heilt yfir sé að hlýna. „Það gerir það aðallega í nótt og fyrramálið og það hlýnar dálítið ákveðið,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó muni ekki rigna mikið á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við fáum ekki vætu ofan í allan þennan snjó, en hann er auðleystur og fer af stað, þannig að það verður vatnsagi í nótt og fyrramálið. Svo er bara svo mikill klakabunki á vegum og þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið, að keyra á þessu. Eftir frostið í nótt þá er þetta orðið samfast við götur og vegina, þannig að menn þurfa að huga vel að því hvað þeir ætla að gera í fyrramálið.“ Snjórinn hverfi um helgina Hláka verði raunar um allt land, en víðast hvar á landinu hafi snjóað, sem er óvenjulegt fyrir lok október. Von sé á að snjórinn verði horfinn á einhverjum svæðum um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir mikla mildi að ekki sé mikil rigning í kortunum á höfuðborgarsvæðinu. Næg verði hálkan án hennar.Vísir/Steingrímur Dúi „Við fáum að minnsta kosti þrjá væna daga með þokkalegum hita, fimm til sex stiga hita á láglendi og blástur með.“ Það sé einkar heppilegt að ekki sé von á rigningu á suðvesturhorninu. „Ég býð ekki í þetta ef það væri að gera sunnanátt og miklar rigningar eins og stundum gerir á þessum árstíma, ofan í allan þennan snjó. Þannig að við sleppum vel hvað það varðar,“ segir Einar. Færð á vegum Umferð Veður Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri á morgun í flestum landshlutum, frá austri til vesturs, vegna hvassviðris eða storms, en á Austfjörðum má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum vegna hækkandi hitastigs. Viðvaranir ná ekki til norðausturlands, suðausturlands eða höfuðborgarsvæðisins. Svona verður viðvaranakort Veðurstofu Íslands klukkan tvö síðdegis á morgun.Veðurstofa Íslands Enn er þó slæm færð víða á höfuðborgarsvæðinu, en Vegagerðin vekur athygli á að umferð þar gangi hægt og búast megi við töfum. Í stuttri tilkynningu á vef Strætó segir að búast megi við miklum seinkunum í dag á öllu höfuðborgarsvæðinu, og eru farþegar beðnir um að fylgjast með staðsetningu vagna á rauntímakorti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að strætisvagnar fari hægt yfir, og séu sumir hverjir yfirfullir af farþegum. Stórvarasamt á morgun Veðurfræðingur segir að heilt yfir sé að hlýna. „Það gerir það aðallega í nótt og fyrramálið og það hlýnar dálítið ákveðið,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó muni ekki rigna mikið á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við fáum ekki vætu ofan í allan þennan snjó, en hann er auðleystur og fer af stað, þannig að það verður vatnsagi í nótt og fyrramálið. Svo er bara svo mikill klakabunki á vegum og þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið, að keyra á þessu. Eftir frostið í nótt þá er þetta orðið samfast við götur og vegina, þannig að menn þurfa að huga vel að því hvað þeir ætla að gera í fyrramálið.“ Snjórinn hverfi um helgina Hláka verði raunar um allt land, en víðast hvar á landinu hafi snjóað, sem er óvenjulegt fyrir lok október. Von sé á að snjórinn verði horfinn á einhverjum svæðum um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir mikla mildi að ekki sé mikil rigning í kortunum á höfuðborgarsvæðinu. Næg verði hálkan án hennar.Vísir/Steingrímur Dúi „Við fáum að minnsta kosti þrjá væna daga með þokkalegum hita, fimm til sex stiga hita á láglendi og blástur með.“ Það sé einkar heppilegt að ekki sé von á rigningu á suðvesturhorninu. „Ég býð ekki í þetta ef það væri að gera sunnanátt og miklar rigningar eins og stundum gerir á þessum árstíma, ofan í allan þennan snjó. Þannig að við sleppum vel hvað það varðar,“ segir Einar.
Færð á vegum Umferð Veður Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Sjá meira