Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 13:11 Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi varði mannréttindi borgaranna. Vísir Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Taka þurfi tilliti til ýmissa atriða þegar þetta er til umræðu, svo sem strjálbýlis. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum stofnun starfshóps, sem á að gera tillögur til breytinga á kosningalögum. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði leiðir hópinn og sagði hann í kvöldfréttum Sýnar á mánudag að misvægi atkvæða sé mun meira hér á landi en í nágrannalöndunum. Í tilkynningu stjórnarráðsins um stofnun starfshópsins er haft eftir ráðherra að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra landsmanna vegi sem jafnast. Það sé grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi og þar að auki mannréttindamál. Viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefni Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, spyr í grein sem birtist á vef skólans hvað sé átt við með því. Kveðið sé á um kosningaréttinn í ýmsum mannréttindasáttmálum en hvergi sé þar minnst á hugtakið lýðræði. „Sem sýnir hversu viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefnið er. Ástæðan er sú að almennt hefur verið litið svo á að kosningar séu hluti af fullveldisrétti ríkja og því sé ýmislegt sem lýtur að framkvæmd hans ekki varið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.“ Réttindi einstaklingsins ekki varin Hún reifar að í Mannréttindasáttmála Evrópu sé sérstaklega kveðið á um að frjálsar kosningar skuli haldnar með hæfilegu millibili, atkvæðagreiðsla sé leynileg og fari fram við aðstæður sem tryggi að álit almennings komi fram. „Eins og sjá má er ekki kveðið á um tiltekin réttindi einstaklingsins sem skulu virt án afskipta ríkisvaldsins. Greinin hefst ekki á orðunum „Sérhver maður á rétt...“ heldur leggur hún þær skyldur á herðar aðildarríkjunum að halda frjálsar kosningar án þess að reynt sé að hafa áhrif á kosninguna.“ Mannréttindadómstóllinn hafi tekið afstöðu Ragnheiður skrifar að framkvæmd kosningaréttarins ráðist mjög af því kosningakerfi sem notast er við. Þá hafi misvægi atkvæða á Íslandi verið mismikið í gegnum tíðina. Í kosningum til Alþingis árið 1979 hafi hvert atkvæði að baki þingmanni í Vestfjarðarkjördæmi samsvarað fjórum atkvæði að baki hverjum þingmanni á Reykjanesi. Þetta misvægi hafi ratað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og taldi kærandi að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kallaði á að atkvæði skyldu vega jafnt. Dómstóllinn hafi hins vegar ekki talið að greinin fæli í sér kröfu um jafnt atkvæðavægi. „Þá kalli ákvæðið ekki á það að ríkin skuli innleiða eitt kosningakerfi umfram annað. Íslenska kosningakerfið miði að því að tryggja íbúum á strjálbýlum svæðum ákveðna fulltrúa á Alþingi, jafnvel þótt það komi niður á vægi atkvæða á þéttbýlli svæðum.“ Misvægi réttlætanlegt til að endurspegla samfélagið Jafnt atkvæðavægi hérlendis myndi þýða að meirihluti þingmanna yrði kjörinn á tiltölulega litlu svæði. Ragnheiður skrifar að almennt sé það talið mikilvægt á lýðræðislega kjörnu þingi að það endurspegli smafélagið sem best, að sem flestir þjóðfélagshópar eigi málsvara á þinginu. „Dæmi eru um þjóðing þar sem tiltekinn fjöldi þingsæta er ætlaður ákveðnum minnihlutahópum af þessum sökum. Kosningakerfi kunna einmitt að þjóna þessum markmiðum,“ skrifar Ragnheiður. Ýmis sjónarmið styðji við að kosningakerfi geti falið í sér atkvæðamisvægi að hennar mati, þegar tilgangurinn er að niðurstaða kosninganna endurspegli sem best lýðræðislegt samfélag. Þannig verði ekki fullyrt að misvægi atkvæða gangi gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Kjördæmaskipan Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27. október 2025 22:02 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum stofnun starfshóps, sem á að gera tillögur til breytinga á kosningalögum. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði leiðir hópinn og sagði hann í kvöldfréttum Sýnar á mánudag að misvægi atkvæða sé mun meira hér á landi en í nágrannalöndunum. Í tilkynningu stjórnarráðsins um stofnun starfshópsins er haft eftir ráðherra að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra landsmanna vegi sem jafnast. Það sé grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi og þar að auki mannréttindamál. Viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefni Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, spyr í grein sem birtist á vef skólans hvað sé átt við með því. Kveðið sé á um kosningaréttinn í ýmsum mannréttindasáttmálum en hvergi sé þar minnst á hugtakið lýðræði. „Sem sýnir hversu viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefnið er. Ástæðan er sú að almennt hefur verið litið svo á að kosningar séu hluti af fullveldisrétti ríkja og því sé ýmislegt sem lýtur að framkvæmd hans ekki varið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.“ Réttindi einstaklingsins ekki varin Hún reifar að í Mannréttindasáttmála Evrópu sé sérstaklega kveðið á um að frjálsar kosningar skuli haldnar með hæfilegu millibili, atkvæðagreiðsla sé leynileg og fari fram við aðstæður sem tryggi að álit almennings komi fram. „Eins og sjá má er ekki kveðið á um tiltekin réttindi einstaklingsins sem skulu virt án afskipta ríkisvaldsins. Greinin hefst ekki á orðunum „Sérhver maður á rétt...“ heldur leggur hún þær skyldur á herðar aðildarríkjunum að halda frjálsar kosningar án þess að reynt sé að hafa áhrif á kosninguna.“ Mannréttindadómstóllinn hafi tekið afstöðu Ragnheiður skrifar að framkvæmd kosningaréttarins ráðist mjög af því kosningakerfi sem notast er við. Þá hafi misvægi atkvæða á Íslandi verið mismikið í gegnum tíðina. Í kosningum til Alþingis árið 1979 hafi hvert atkvæði að baki þingmanni í Vestfjarðarkjördæmi samsvarað fjórum atkvæði að baki hverjum þingmanni á Reykjanesi. Þetta misvægi hafi ratað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og taldi kærandi að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kallaði á að atkvæði skyldu vega jafnt. Dómstóllinn hafi hins vegar ekki talið að greinin fæli í sér kröfu um jafnt atkvæðavægi. „Þá kalli ákvæðið ekki á það að ríkin skuli innleiða eitt kosningakerfi umfram annað. Íslenska kosningakerfið miði að því að tryggja íbúum á strjálbýlum svæðum ákveðna fulltrúa á Alþingi, jafnvel þótt það komi niður á vægi atkvæða á þéttbýlli svæðum.“ Misvægi réttlætanlegt til að endurspegla samfélagið Jafnt atkvæðavægi hérlendis myndi þýða að meirihluti þingmanna yrði kjörinn á tiltölulega litlu svæði. Ragnheiður skrifar að almennt sé það talið mikilvægt á lýðræðislega kjörnu þingi að það endurspegli smafélagið sem best, að sem flestir þjóðfélagshópar eigi málsvara á þinginu. „Dæmi eru um þjóðing þar sem tiltekinn fjöldi þingsæta er ætlaður ákveðnum minnihlutahópum af þessum sökum. Kosningakerfi kunna einmitt að þjóna þessum markmiðum,“ skrifar Ragnheiður. Ýmis sjónarmið styðji við að kosningakerfi geti falið í sér atkvæðamisvægi að hennar mati, þegar tilgangurinn er að niðurstaða kosninganna endurspegli sem best lýðræðislegt samfélag. Þannig verði ekki fullyrt að misvægi atkvæða gangi gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum.
Kjördæmaskipan Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27. október 2025 22:02 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27. október 2025 22:02