Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 11:50 Fylgi flokkana eftir kynjum, samkvæmt könnun Maskínu. vísir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira