Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 16:01 Hér má sjá kofann sem maðurinn hélt til í. Strandgæsla Bandaríkjanna Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja. Flugmenn þyrlunnar sáu þá að SOS hafði verið skrifað á þak kofa. Þegar þeir flugu nærri kofanum sáu þar mann standa á þakinu sem veifaði til þeirra með báðum höndum. Hann bað þá um hjálp og sagði að grábjörn hefði ráðist á sig viku áður. Í tilkynningu frá Strandgæslunni segir að maðurinn hafi verið særður á fæti og mjög marinn á skrokki. Strandgæslan segir manninn hafa verið um fimmtugt eða sextugt og hafði hann verið í kofanum frá 12. júlí. Kofinn mun hafa hýst gullleitarmenn á árum áður. Maðurinn sagðist lítið hafa getað sofið eftir fyrstu árás bjarnarins vegna þess að björninn hefði snúið aftur á hverju kvöldi í heila viku, þrátt fyrir að maðurinn væri vopnaður skammbyssu. Hann mun þó hafa átt einungis tvö skot eftir þegar hjálpin barst. Hann var fluttur til Nome til aðhlynningar. Í frétt New York Times segir að hurð kofans hafi verið brotin en ekki er vitað hvort það gerðist á undanförnum dögum eða fyrir löngu síðan. Í samtali við miðilinn sagði annar flugmanna þyrlunnar að á einum tímapunkti hefði björninn dregið manninn niður að á. Maðurinn slapp þó ú klóm bjarnarins og varðist honum í viku. Þá vitnar NYT í skýrslu frá 2019 þar sem fram kemur að 68 hafa slasast í 66 árásum Bjarna á tímabilinu 2000 til 2017. Tíu dóu í þessum árásum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Flugmenn þyrlunnar sáu þá að SOS hafði verið skrifað á þak kofa. Þegar þeir flugu nærri kofanum sáu þar mann standa á þakinu sem veifaði til þeirra með báðum höndum. Hann bað þá um hjálp og sagði að grábjörn hefði ráðist á sig viku áður. Í tilkynningu frá Strandgæslunni segir að maðurinn hafi verið særður á fæti og mjög marinn á skrokki. Strandgæslan segir manninn hafa verið um fimmtugt eða sextugt og hafði hann verið í kofanum frá 12. júlí. Kofinn mun hafa hýst gullleitarmenn á árum áður. Maðurinn sagðist lítið hafa getað sofið eftir fyrstu árás bjarnarins vegna þess að björninn hefði snúið aftur á hverju kvöldi í heila viku, þrátt fyrir að maðurinn væri vopnaður skammbyssu. Hann mun þó hafa átt einungis tvö skot eftir þegar hjálpin barst. Hann var fluttur til Nome til aðhlynningar. Í frétt New York Times segir að hurð kofans hafi verið brotin en ekki er vitað hvort það gerðist á undanförnum dögum eða fyrir löngu síðan. Í samtali við miðilinn sagði annar flugmanna þyrlunnar að á einum tímapunkti hefði björninn dregið manninn niður að á. Maðurinn slapp þó ú klóm bjarnarins og varðist honum í viku. Þá vitnar NYT í skýrslu frá 2019 þar sem fram kemur að 68 hafa slasast í 66 árásum Bjarna á tímabilinu 2000 til 2017. Tíu dóu í þessum árásum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira