Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 18:02 Diljá var vísað á dyr í Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Diljá Sigurðardóttir/Sky Lagoon Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni. Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni.
Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira