Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 18:02 Diljá var vísað á dyr í Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Diljá Sigurðardóttir/Sky Lagoon Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni. Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni.
Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira