Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 10:23 Slökkviliðsmenn að störfum í Washington. AP/Pete Caster Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur. Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021 Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021
Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira