Óvægin umræða á samfélagsmiðlum þáttur í andlegri vanlíðan dýralækna Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 13:42 Dýralæknafélag Íslands segir að umfjöllun um dýralækna geti oft verið mjög óvægin og ósanngjörn. Vísir/vilhelm Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi og segjast 75% þeirra finna fyrir andlegum eða líkamlegum einkennum vegna mikils álags. Þetta er niðurstaða könnunar sem Dýralæknafélag Íslands lét gera á líðan dýralækna í starfi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan. Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan.
Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31
Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18
Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39