Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/ANDY RAIN Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50
Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30
Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57
Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04