Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/ANDY RAIN Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50
Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30
Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57
Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04