Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 15:36 Kjörseðlar í forseta- og þingkosningunum í Arizona í nóvember. Lögin sem deilt var um í Hæstarétti voru í gildi þá og verða það áfram. AP/Matt York Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. Dómurinn í dag er talinn auðvelda repúblikönum að koma í gegn ýmsum takmörkunum á framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir hafa þegar samþykkt lög eða lagt fram frumvörp um það í tugum ríkja. Þeir hafa vísað til lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum í nóvember sem rök fyrir nauðsyn takmarkananna. Sex íhaldsmennirnir sem sitja í hæstarétti staðfestu lögin en þrír frjálslyndir dómarar skiluðu minnihlutaáliti. Með dómnum sneri rétturinn við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í San Francisco sem taldi lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á svarta, fólk af rómönskum ættum og frumbyggja. Þar með brytu lögin í bága við kosningaréttarlögin (e. Voting Rights Act), tímamótalagabálk sem var samþykktur árið 1965 og bannaði ýmsar takmarkanir sem suðurríkin festu í lög til þess að koma í veg fyrir að blökkumenn gætu kosið. Ekki nóg að sýna að lög hafi mismikil áhrif á kynþáttahópa Í meirihlutaáliti sínu skrifaði Samuel Alito, hæstaréttardómari, að sú staðreynd að lög hefðu meiri áhrif á ákveðna kynþáttahópa en aðra þýddi ekki endilega að þau mismunuðu fólki og stönguðust þannig á við kosningaréttarlögin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögin sem repúblikanar á ríkisþingi Arizona samþykktu fyrir fimm árum gerðu það saknæmt að skila inn atkvæði fyrir annan kjósanda nema hann væri náinn ættingi eða aðstandandi. Algengt er að baráttuhópar ýmissa minnihlutahópa safni útfylltum utankjörfundaratkvæðum og skili þeim á kjörstaði til að auðvelda fólki að kjósa og auka kjörsókn. Þá kváðu lögin á um að atkvæði sem væru greidd í rangri kjördeild skyldu ógilt. Næsti kjörstaður við heimili kjósenda er ekki alltaf í þeirri kjördeild sem þeim er úthlutað, að sögn AP-fréttastofunnar. Töldu aukna kjörsókn koma niður á sér Með niðurstöðu sinni hefur hæstirétturinn nú kippt fótunum undan því ákvæði kosningaréttarlaganna sem mest hefur mætt á síðan að íhaldsmenn við réttinn veiktu lögin verulega árið 2013. Þeir töldu að ákvæði um að suðurríki sem hafa sögulega mismunað svörtum kjósendum þyrftu að fá leyfi alríkisstjórnarinnar fyrir breytingum á kosningalögum stangast á við stjórnarskrá. Elena Kagan sakaði meirihlutann um að grafa undan kosningaréttarlögunum í annað skiptið á átta árum í minnihlutaálitinu sem hún skrifaði. „Það sem er sorglegt hér er að rétturinn hefur (enn á ný) endurskrifað, til þess að veikja, lög sem eru minnisvarði um mikilfengleika Bandaríkjanna og er vörn gegn lægstu hvötum okkar. Það sem er sorglegt er að rétturinn hefur skaðað lög sem var ætlað að „binda endi á misrétti í kosningum“,“ skrifaði Kagan fyrir hönd sín og hinna tveggja frjálslyndu dómaranna. Repúblikanar í Arizona héldu því meðal annars fram í málinu að takmarkanir á framkvæmd kosninga hefðu flokkspólitísk áhrif. Ef rétturinn felldi úr gildi bann við því að ógilda atkvæði sem voru greidd í rangri kjördeild takmarkaði það sigurlíkur repúblikana því að kjörsókn demókrata ykist. Þá héldu þeir fram að alríkislög legðu engar skyldur á hendur ríkinu að hámarka kjörsókn kynþáttaminnihlutahópa. Standa fyrir umdeildri endurskoðun atkvæða Öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, stendur nú fyrir umdeildri endurskoðun á atkvæðum úr forsetakosningunum í nóvember. Þeir réðu einkafyrirtæki til þess að skoða alla kjörseðla og kosningavélar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvik. Sérfræðingar hafa gagnrýnt endurskoðunina sem þeir segja ótrúverðugt fausk. Þá hafa repúblikanar í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins, mótmælt félögum sínum í öldungadeildinni harðlega og fullyrða að kosningarnar hafi farið vel fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti vann nauman sigur á Trump í Arizona og var fyrsti demókratinn til að vinna í ríkinu í áratugi. Trump og bandamenn hans héldu í kjölfarið fram villtum ásökunum um að svik hefðu verið í tafli. Þeir hafa engar haldbærar sannanir geta lagt fram fyrir þeim ásökunum og dómstólar vísuðu málum þeirra frá. Úrslit kosninganna í Arizona hafa verið staðfest í opinberri endurtalningu og kosningaeftirliti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dómurinn í dag er talinn auðvelda repúblikönum að koma í gegn ýmsum takmörkunum á framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þeir hafa þegar samþykkt lög eða lagt fram frumvörp um það í tugum ríkja. Þeir hafa vísað til lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um stórfelld kosningasvik í forsetakosningunum í nóvember sem rök fyrir nauðsyn takmarkananna. Sex íhaldsmennirnir sem sitja í hæstarétti staðfestu lögin en þrír frjálslyndir dómarar skiluðu minnihlutaáliti. Með dómnum sneri rétturinn við niðurstöðu áfrýjunardómstóls í San Francisco sem taldi lögin hafa sérstaklega mikil áhrif á svarta, fólk af rómönskum ættum og frumbyggja. Þar með brytu lögin í bága við kosningaréttarlögin (e. Voting Rights Act), tímamótalagabálk sem var samþykktur árið 1965 og bannaði ýmsar takmarkanir sem suðurríkin festu í lög til þess að koma í veg fyrir að blökkumenn gætu kosið. Ekki nóg að sýna að lög hafi mismikil áhrif á kynþáttahópa Í meirihlutaáliti sínu skrifaði Samuel Alito, hæstaréttardómari, að sú staðreynd að lög hefðu meiri áhrif á ákveðna kynþáttahópa en aðra þýddi ekki endilega að þau mismunuðu fólki og stönguðust þannig á við kosningaréttarlögin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögin sem repúblikanar á ríkisþingi Arizona samþykktu fyrir fimm árum gerðu það saknæmt að skila inn atkvæði fyrir annan kjósanda nema hann væri náinn ættingi eða aðstandandi. Algengt er að baráttuhópar ýmissa minnihlutahópa safni útfylltum utankjörfundaratkvæðum og skili þeim á kjörstaði til að auðvelda fólki að kjósa og auka kjörsókn. Þá kváðu lögin á um að atkvæði sem væru greidd í rangri kjördeild skyldu ógilt. Næsti kjörstaður við heimili kjósenda er ekki alltaf í þeirri kjördeild sem þeim er úthlutað, að sögn AP-fréttastofunnar. Töldu aukna kjörsókn koma niður á sér Með niðurstöðu sinni hefur hæstirétturinn nú kippt fótunum undan því ákvæði kosningaréttarlaganna sem mest hefur mætt á síðan að íhaldsmenn við réttinn veiktu lögin verulega árið 2013. Þeir töldu að ákvæði um að suðurríki sem hafa sögulega mismunað svörtum kjósendum þyrftu að fá leyfi alríkisstjórnarinnar fyrir breytingum á kosningalögum stangast á við stjórnarskrá. Elena Kagan sakaði meirihlutann um að grafa undan kosningaréttarlögunum í annað skiptið á átta árum í minnihlutaálitinu sem hún skrifaði. „Það sem er sorglegt hér er að rétturinn hefur (enn á ný) endurskrifað, til þess að veikja, lög sem eru minnisvarði um mikilfengleika Bandaríkjanna og er vörn gegn lægstu hvötum okkar. Það sem er sorglegt er að rétturinn hefur skaðað lög sem var ætlað að „binda endi á misrétti í kosningum“,“ skrifaði Kagan fyrir hönd sín og hinna tveggja frjálslyndu dómaranna. Repúblikanar í Arizona héldu því meðal annars fram í málinu að takmarkanir á framkvæmd kosninga hefðu flokkspólitísk áhrif. Ef rétturinn felldi úr gildi bann við því að ógilda atkvæði sem voru greidd í rangri kjördeild takmarkaði það sigurlíkur repúblikana því að kjörsókn demókrata ykist. Þá héldu þeir fram að alríkislög legðu engar skyldur á hendur ríkinu að hámarka kjörsókn kynþáttaminnihlutahópa. Standa fyrir umdeildri endurskoðun atkvæða Öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, stendur nú fyrir umdeildri endurskoðun á atkvæðum úr forsetakosningunum í nóvember. Þeir réðu einkafyrirtæki til þess að skoða alla kjörseðla og kosningavélar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvik. Sérfræðingar hafa gagnrýnt endurskoðunina sem þeir segja ótrúverðugt fausk. Þá hafa repúblikanar í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins, mótmælt félögum sínum í öldungadeildinni harðlega og fullyrða að kosningarnar hafi farið vel fram. Joe Biden Bandaríkjaforseti vann nauman sigur á Trump í Arizona og var fyrsti demókratinn til að vinna í ríkinu í áratugi. Trump og bandamenn hans héldu í kjölfarið fram villtum ásökunum um að svik hefðu verið í tafli. Þeir hafa engar haldbærar sannanir geta lagt fram fyrir þeim ásökunum og dómstólar vísuðu málum þeirra frá. Úrslit kosninganna í Arizona hafa verið staðfest í opinberri endurtalningu og kosningaeftirliti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira