Samþykktu að fjarlægja brjóstmyndir og styttur úr þinghúsinu Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:08 Roger Taney var forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna á árunum 1836 til 1864. AP Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem felur í sér að fjarlægja eigi brjóstmynd af Roger Taney, fyrrverandi forseta hæstaréttar landsins, úr þinghúsinu í höfuðborginni Washington. Taney, sem lést árið 1864, samþykkti í dómaratíð sinni úrskurðinn sem kenndur er við þrælinn Dred Scott. Scott leitaði á sínum tíma til dómstóla og krafðist þess að verða frjáls maður þar sem hann byggi í ríki þar sem bann var lagt við þrælahald. Málið kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem hann beið lægri hlut. Reuters segir frá því að auk brjóstmyndarinnar af Taney standi til að fjarlægja fleiri styttur og brjóstmyndir úr þinghúsinu. Taney var forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna á árunum 1836 til 1864, en áður hafði hann meðal annars gegnt embætti fjármála- og dómsmálaráðherra landsins. Í stað brjóstmyndarinnar af Taney stendur til að koma fyrir styttu af Thurgood Marshall, fyrsta svarta dómaranum við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem lést árið 1993. John C. Calhoun var þingmaður og sömuleiðis varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð John Quincy Adams og Andrew Jackson. Fjarlægja á styttuna að honum úr þinghúsinu.AP Segja málið dæmi um ríkjandi slaufunarmenningu Mikill fjöldi þingmanna var á móti því að láta fjarlægja styttuna af Taney. Þannig segir Mo Brooks, þingmaður Repúblikana frá Alabama, málið dæmi um svokallaða „slaufunarmenningu“ (e. cancel culture) og endurskoðunar á sögunni, framkvæmd af fólki sem telst til „elítu“ og þykist vita allt betur en venjulegir borgarar. Alls greiddu 285 þingmenn atkvæði með ályktuninni og 120 lögðust gegn henni. Auk brjóstmyndarinnar af Taney stendur samkvæmt ályktuninni til að fjarlægja styttur af þremur þingmönnum sem vörðu þrælahald og aðskilnað kynþátta, þeim John C. Calhoun, Charles Aycock og James P. Clarke. Bandaríkin Styttur og útilistaverk Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Taney, sem lést árið 1864, samþykkti í dómaratíð sinni úrskurðinn sem kenndur er við þrælinn Dred Scott. Scott leitaði á sínum tíma til dómstóla og krafðist þess að verða frjáls maður þar sem hann byggi í ríki þar sem bann var lagt við þrælahald. Málið kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem hann beið lægri hlut. Reuters segir frá því að auk brjóstmyndarinnar af Taney standi til að fjarlægja fleiri styttur og brjóstmyndir úr þinghúsinu. Taney var forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna á árunum 1836 til 1864, en áður hafði hann meðal annars gegnt embætti fjármála- og dómsmálaráðherra landsins. Í stað brjóstmyndarinnar af Taney stendur til að koma fyrir styttu af Thurgood Marshall, fyrsta svarta dómaranum við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem lést árið 1993. John C. Calhoun var þingmaður og sömuleiðis varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð John Quincy Adams og Andrew Jackson. Fjarlægja á styttuna að honum úr þinghúsinu.AP Segja málið dæmi um ríkjandi slaufunarmenningu Mikill fjöldi þingmanna var á móti því að láta fjarlægja styttuna af Taney. Þannig segir Mo Brooks, þingmaður Repúblikana frá Alabama, málið dæmi um svokallaða „slaufunarmenningu“ (e. cancel culture) og endurskoðunar á sögunni, framkvæmd af fólki sem telst til „elítu“ og þykist vita allt betur en venjulegir borgarar. Alls greiddu 285 þingmenn atkvæði með ályktuninni og 120 lögðust gegn henni. Auk brjóstmyndarinnar af Taney stendur samkvæmt ályktuninni til að fjarlægja styttur af þremur þingmönnum sem vörðu þrælahald og aðskilnað kynþátta, þeim John C. Calhoun, Charles Aycock og James P. Clarke.
Bandaríkin Styttur og útilistaverk Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira