Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 15:12 Sóttvarnastofnun Evrópu kallar eftir að flýtt verði fyrir bólusetningum vegna mögulegrar útbreiðslu Delta-afbrigðisins. EPA-EFE/Matteo Corner Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39
Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05