Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 08:27 Biden og Pútín funduðu í Genf í síðustu viku. Þar varaði Biden við því að það hefði afleiðingar í för með sér ef eitthvað henti Alexei Navalní í fangelsinu í Rússlandi. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent