Bandarískir strandgæsluliðar í þjálfun við höfn í Reykjavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 22:28 Skipið verður opið almenningi á föstudag og laugardag. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18. Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18.
Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira