Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 20:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður reiður yfir því að fólk hafi verið að gera grín að bloggsíðu hans og litlum vinsældum hennar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira