Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 20:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður reiður yfir því að fólk hafi verið að gera grín að bloggsíðu hans og litlum vinsældum hennar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent