Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 12:25 Kosið verður til Alþingis í september á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira