Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2021 12:32 Í skýrslu HSIB segir mikilvægt að grípa til aðgerða, ekki síst í ljósi þess að aðgerðum á dagdeildasjúklingum hefur fjölgað mikið. Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira