Enginn flokkur stefnir að barnvænu Íslandi Lúðvík Júlíusson skrifar 19. maí 2021 12:01 Stjórnmálaflokkar, þingmenn og ráðherrar hafa lýst því yfir að Ísland eigi að verða barnvænt. Ég sendi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka og formenn þeirra og spurðist fyrir um réttindi barna með fötlun(andlega og/eða líkamlega) sem búa á tveimur heimilum(umgengni til staðar): „Samkvæmt núgildandi lögum þá fer allur stuðningur og þjónusta, hvort sem það er fagleg þjónusta eða fjárhagslegur stuðningur, til lögheimilisforeldris. Hitt heimilið hefur engin réttindi. Það hefur ekki aðgang að málastjóra, hefur ekki rétt á að það sé upplýst um stöðu barns og réttindi þess, hefur ekki sæti á teymisfundum(t.d. í leik- og grunnskólum), aðgang að sérfræðingum o.s.fr.v. Gert er ráð fyrir því að það kosti [umgengis]foreldrið ekkert að hafa fatlað barn hjá sér.Hafið þið á ykkar stefnuskrá að lagfæra þetta? Að tryggja að barna verði miðpunktur þjónustu og stuðnings? Að ákvarðanir sem varða hagsmuni þess séu teknar með tilliti til þess hvað því er fyrir bestu?Í Barnasáttmála SÞ þá er lögð áhersla á að réttindi barns til þroska séu sjálfstæð réttindi þess og eigi ekki að vera bundin við réttindi foreldra. Hafið þið í hyggju á að koma barnasáttmála SÞ í framkvæmd?“ Viðreisn, Píratar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn svöruðu Viðreisn svaraði daginn eftir. Það er ekki beint stefna þeirra að vinna að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum en þeir hafa tvisvar lagt fram frumvörp um að barn geti átt lögheimili á tveimur heimilum. Barn er hins vegar fatlað hjá báðum foreldrum og því ná þessi frumvörp ekki því markmiði að gera Ísland barnvænt vegna þess að réttindi barnsins væru bundin því að foreldrar geri samning um tvöfalt lögheimili. Það er ekki alltaf sjálfgefið. Píratar svöruðu tveimur dögum eftir. Þetta er ekki í stefnu þeirra en mér var sagt að það gæti tekið nokkur ár að rétta hlut þessara barna. Miðflokkurinn svaraði tveimur dögum eftir. Þetta er ekki núverandi í stefnu þeirra en hann hefur lagt fram breytingatillögu um að skipting kostnaðar eigi að miðast við umgengni. Þeir eru því meðvitaðir um stöðu barna í jaðarhópum. Vinstri græn svöruðu þremur vikum eftir. Þar var talið upp hvað væri verið að gera fyrir börn sem búa á einu heimili en ekkert vikið að réttindum barna sem tilheyra jaðarhópum. Flokkur fólksins er ekki með þetta í stefnu sinni en hyggst skoða þetta í framtíðinni. Aðrir flokkar svöruðu ekki Aðrir flokkar svöruðu ekki fyrirspurn minni. Sósíalistaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn svöruðu ekki fyrirspurn minni. Þessir flokkar hafa þetta því ekki í stefnu sinni, hafa enga skoðun á þessu og stefna því ekki að barnvænu Íslandi. Tölfræði um fátækt barna og útrýming fátæktar Það er lítið um tölfræði þegar kemur að réttindum barna. Hvorki Þjóðskrá né Hagstofan vita nákvæmlega hvar börn búa í fátækt. Alþingi getur því ekki með einföldum hætti útrýmt fátækt með hækkun barnabóta. Nýlega var gerð breyting á lögum um Þjóðskrá. Ég lagði til að umgengni væri skráð í Þjóðskrá svo Hagstofan gæti greint nákvæmlega hvar börn búa í fátækt en enginn þingmaður tók undir það með mér. Þrátt fyrir að Alþingi hafi árið 2014 ályktað um að þessar upplýsingar ætti að skrá ekki síðar en 1. janúar 2016(1). Það virðist því ekki vera áhugi hjá þingmönnum að útrýma fátækt. Vísitölur um börn Vísitölur um börn eru mjög frumstæðar og oft leikur í Excel. Framsetning þeirra er einnig oft villandi. Nýlega kom fram að 15% barna þyrftu einhvern tímann á ævinni á stuðningi að halda. Það þýðir að 85% barna hafa það ansi gott. 8,5 í einkunn virðist sýna að allt sé í mjög góðu lagi. Ef við komum helmingi barna til aðstoðar þá munu 92,5% barna hafa það ansi gott. Einkunn upp á 9,25 er frábær, þarf að gera betur? Það er augljóslega ekki nóg að sýna samtölur og meðaltöl, það þarf að sýna hversu mörg börn þurfa aðstoð og hversu mörg börn eru að fá aðstoð. Einkunn upp á 8,5 er í raun falleinkunn og einkunn upp á 9,25 er slef. Stjórnmálamenn horfa alltaf í meðaltöl en það verður til þess að börn í erfiðri stöðu, börn á jaðrinum, þau sem þurfa aðstoð, gleymast og eru skilin eftir. Samþætting þjónustu í þágu farsældar (flestra) barna(en ekki allra) Nú er í gangi vinna um samþættingu þjónustu í þágu barna. Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort lögin næðu til allra barna. Svarið sem ég fékk var nei, lögin ná ekki til allra barna og ekki öll börn munu fá þjónustu við hæfi þó lögin verði samþykkt. Þetta er svar ráðuneytisins þrátt fyrir yfirlýsingar barnamálaráðherra um að „börn séu þungamiðja frumvarpsins“(2). Þarna fer barnamálaráðherra með rangt mál, viljandi eða óviljandi. Samþætting þjónustu setur lögheimili í þungamiðju en hafi barn tvö heimili, eftir skilnað foreldra, þá snýst þjónustan augljóslega ekki um barnið ef þungamiðjan er á lögheimilið og hitt foreldrið er skilið eftir réttindalaust. Vilja þingmenn í alvöru senda barn með miklar raskanir, greiningar og fötlun til foreldris sem fær enga aðild að máli barnsins, engan stuðning og sem fær engar upplýsingar hvernig það eigi að vinna með barninu? Þetta er vilji flest allra þeirra sem sitja á Alþingi í dag. Barnamálaráðherra bannar þjónustu við börn Barnamálaráðherra gaf út leiðbeiningar til sveitarfélaga um að ekki ætti að veita öðrum en lögheimilisforeldrum rétt til að sækja um og fá stuðningsfjölskyldu(3). Þetta er í algjörri andstöðu við að veita eigi börnum þjónustu miðað við þarfir þeirra. Enginn þingmaður hefur gert athugasemd við að þetta úrræði standi ekki öllum börnum og foreldrum til boða. Börn með fötlun gleymast Nýlega fékk Akureyrarbær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Sú viðurkenning fékkst án þess að staða barna með fötlun væri skoðuð sérstaklega(4). Barnasáttmáli SÞ og samningur um réttindi fatlaðra Barnasáttmáli SÞ eru lög á Íslandi og kveða á um sjálfstæð réttindi barna. Þegar ég hef spurt þingmenn að því hvernig þetta hefur komið börnum í jaðarhópum til hjálpar þá er ekkert um svör. Þingmenn þakka sjálfum sér lögfestinguna en það er sorglegt að ekkert hefur verið um efndir. Setjið börn í fyrsta sætið Það er ekkert spennandi að lifa við áskoranir. Það er ekkert spennandi að gleymast. Það er ekki heldur spennandi að fá ekki að vera með í samfélaginu. Ég skora því á þingmenn, frambjóðendur og ekki síst ráðherra að marka skýra stefnu, hafa öll börn með í barnvænu Íslandi og skilja ekkert barn eftir. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Skoðun: Kosningar 2021 Réttindi barna Fjölskyldumál Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, þingmenn og ráðherrar hafa lýst því yfir að Ísland eigi að verða barnvænt. Ég sendi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka og formenn þeirra og spurðist fyrir um réttindi barna með fötlun(andlega og/eða líkamlega) sem búa á tveimur heimilum(umgengni til staðar): „Samkvæmt núgildandi lögum þá fer allur stuðningur og þjónusta, hvort sem það er fagleg þjónusta eða fjárhagslegur stuðningur, til lögheimilisforeldris. Hitt heimilið hefur engin réttindi. Það hefur ekki aðgang að málastjóra, hefur ekki rétt á að það sé upplýst um stöðu barns og réttindi þess, hefur ekki sæti á teymisfundum(t.d. í leik- og grunnskólum), aðgang að sérfræðingum o.s.fr.v. Gert er ráð fyrir því að það kosti [umgengis]foreldrið ekkert að hafa fatlað barn hjá sér.Hafið þið á ykkar stefnuskrá að lagfæra þetta? Að tryggja að barna verði miðpunktur þjónustu og stuðnings? Að ákvarðanir sem varða hagsmuni þess séu teknar með tilliti til þess hvað því er fyrir bestu?Í Barnasáttmála SÞ þá er lögð áhersla á að réttindi barns til þroska séu sjálfstæð réttindi þess og eigi ekki að vera bundin við réttindi foreldra. Hafið þið í hyggju á að koma barnasáttmála SÞ í framkvæmd?“ Viðreisn, Píratar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn svöruðu Viðreisn svaraði daginn eftir. Það er ekki beint stefna þeirra að vinna að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum en þeir hafa tvisvar lagt fram frumvörp um að barn geti átt lögheimili á tveimur heimilum. Barn er hins vegar fatlað hjá báðum foreldrum og því ná þessi frumvörp ekki því markmiði að gera Ísland barnvænt vegna þess að réttindi barnsins væru bundin því að foreldrar geri samning um tvöfalt lögheimili. Það er ekki alltaf sjálfgefið. Píratar svöruðu tveimur dögum eftir. Þetta er ekki í stefnu þeirra en mér var sagt að það gæti tekið nokkur ár að rétta hlut þessara barna. Miðflokkurinn svaraði tveimur dögum eftir. Þetta er ekki núverandi í stefnu þeirra en hann hefur lagt fram breytingatillögu um að skipting kostnaðar eigi að miðast við umgengni. Þeir eru því meðvitaðir um stöðu barna í jaðarhópum. Vinstri græn svöruðu þremur vikum eftir. Þar var talið upp hvað væri verið að gera fyrir börn sem búa á einu heimili en ekkert vikið að réttindum barna sem tilheyra jaðarhópum. Flokkur fólksins er ekki með þetta í stefnu sinni en hyggst skoða þetta í framtíðinni. Aðrir flokkar svöruðu ekki Aðrir flokkar svöruðu ekki fyrirspurn minni. Sósíalistaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn svöruðu ekki fyrirspurn minni. Þessir flokkar hafa þetta því ekki í stefnu sinni, hafa enga skoðun á þessu og stefna því ekki að barnvænu Íslandi. Tölfræði um fátækt barna og útrýming fátæktar Það er lítið um tölfræði þegar kemur að réttindum barna. Hvorki Þjóðskrá né Hagstofan vita nákvæmlega hvar börn búa í fátækt. Alþingi getur því ekki með einföldum hætti útrýmt fátækt með hækkun barnabóta. Nýlega var gerð breyting á lögum um Þjóðskrá. Ég lagði til að umgengni væri skráð í Þjóðskrá svo Hagstofan gæti greint nákvæmlega hvar börn búa í fátækt en enginn þingmaður tók undir það með mér. Þrátt fyrir að Alþingi hafi árið 2014 ályktað um að þessar upplýsingar ætti að skrá ekki síðar en 1. janúar 2016(1). Það virðist því ekki vera áhugi hjá þingmönnum að útrýma fátækt. Vísitölur um börn Vísitölur um börn eru mjög frumstæðar og oft leikur í Excel. Framsetning þeirra er einnig oft villandi. Nýlega kom fram að 15% barna þyrftu einhvern tímann á ævinni á stuðningi að halda. Það þýðir að 85% barna hafa það ansi gott. 8,5 í einkunn virðist sýna að allt sé í mjög góðu lagi. Ef við komum helmingi barna til aðstoðar þá munu 92,5% barna hafa það ansi gott. Einkunn upp á 9,25 er frábær, þarf að gera betur? Það er augljóslega ekki nóg að sýna samtölur og meðaltöl, það þarf að sýna hversu mörg börn þurfa aðstoð og hversu mörg börn eru að fá aðstoð. Einkunn upp á 8,5 er í raun falleinkunn og einkunn upp á 9,25 er slef. Stjórnmálamenn horfa alltaf í meðaltöl en það verður til þess að börn í erfiðri stöðu, börn á jaðrinum, þau sem þurfa aðstoð, gleymast og eru skilin eftir. Samþætting þjónustu í þágu farsældar (flestra) barna(en ekki allra) Nú er í gangi vinna um samþættingu þjónustu í þágu barna. Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort lögin næðu til allra barna. Svarið sem ég fékk var nei, lögin ná ekki til allra barna og ekki öll börn munu fá þjónustu við hæfi þó lögin verði samþykkt. Þetta er svar ráðuneytisins þrátt fyrir yfirlýsingar barnamálaráðherra um að „börn séu þungamiðja frumvarpsins“(2). Þarna fer barnamálaráðherra með rangt mál, viljandi eða óviljandi. Samþætting þjónustu setur lögheimili í þungamiðju en hafi barn tvö heimili, eftir skilnað foreldra, þá snýst þjónustan augljóslega ekki um barnið ef þungamiðjan er á lögheimilið og hitt foreldrið er skilið eftir réttindalaust. Vilja þingmenn í alvöru senda barn með miklar raskanir, greiningar og fötlun til foreldris sem fær enga aðild að máli barnsins, engan stuðning og sem fær engar upplýsingar hvernig það eigi að vinna með barninu? Þetta er vilji flest allra þeirra sem sitja á Alþingi í dag. Barnamálaráðherra bannar þjónustu við börn Barnamálaráðherra gaf út leiðbeiningar til sveitarfélaga um að ekki ætti að veita öðrum en lögheimilisforeldrum rétt til að sækja um og fá stuðningsfjölskyldu(3). Þetta er í algjörri andstöðu við að veita eigi börnum þjónustu miðað við þarfir þeirra. Enginn þingmaður hefur gert athugasemd við að þetta úrræði standi ekki öllum börnum og foreldrum til boða. Börn með fötlun gleymast Nýlega fékk Akureyrarbær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Sú viðurkenning fékkst án þess að staða barna með fötlun væri skoðuð sérstaklega(4). Barnasáttmáli SÞ og samningur um réttindi fatlaðra Barnasáttmáli SÞ eru lög á Íslandi og kveða á um sjálfstæð réttindi barna. Þegar ég hef spurt þingmenn að því hvernig þetta hefur komið börnum í jaðarhópum til hjálpar þá er ekkert um svör. Þingmenn þakka sjálfum sér lögfestinguna en það er sorglegt að ekkert hefur verið um efndir. Setjið börn í fyrsta sætið Það er ekkert spennandi að lifa við áskoranir. Það er ekkert spennandi að gleymast. Það er ekki heldur spennandi að fá ekki að vera með í samfélaginu. Ég skora því á þingmenn, frambjóðendur og ekki síst ráðherra að marka skýra stefnu, hafa öll börn með í barnvænu Íslandi og skilja ekkert barn eftir. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar