Bjarndýr banaði konu í göngutúr Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 19:22 Þessi tiltekni svartbjörn heldur til í Kanada. Árásir þeirra á menn eru mjög sjaldgæfar. Vísir/Getty Svartbjörn banaði 39 ára gamalli konu í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Er það í fjórða sinn sem björn banar manneskju í ríkinu frá 1960, þegar byrjað var að halda utan um slíkar upplýsingar. Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum. Bandaríkin Dýr Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira