Covid-pakki ESB í óvissu vegna erja á finnska stjórnarheimilinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 23:40 Mikið mæðir nú á Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands og leiðtoga sósíaldemókrata, að halda lífi í fimm flokka samsteypustjórn landsins. Vísir/EPA Deilur innan finnsku ríkisstjórnarinnar tefla nú efnahagsaðgerðapakka Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins í tvísýnu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja pakkann en finnska stjórnin er sögð ramba á barmi falls. Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga. Finnland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga.
Finnland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira