Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 12:51 Biden hefur heitið því að koma í veg fyrir að Kína taki við af Bandaríkjunum sem öflugasta ríki heims. epa/Jerome Favre Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24
Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53
Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00