Tugum sakfellinga snúið vegna skáldskapar lögreglumanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2021 09:14 Franco starfaði hjá lögreglunni í um tvo áratugi. Tugir dæmdra einstaklinga í New York kunna að fá mál sín endurupptekin eða útmáð eftir að upp komst að lögreglumaður laug ítrekað upp sakir á saklausa einstaklinga. Honum hefur verið sagt upp störfum og ákærður, meðal annars fyrir að bera ljúgvitni. Joseph E. Franco framkvæmdi þúsundir handtaka á tveimur áratugum og bar vitni í fjölda dómsmála. Upp komst um óheiðarleika lögreglumannsins árið 2018, þegar skoðun öryggismyndavéla leiddi í ljós að hann laug til um hvað hann hafði séð. Nú liggur fyrir að um 90 sakfellingar í Brooklyn verða dregnar til baka og aðrar kunna að fylgja í öðrum hverfum New York. Um er að ræða eitt viðamesta málið af þessu tagi í sögu borgarinnar. Flesta málin tengjast fíkniefnum og er talið að stór hluti sakborninganna séu svartir og af rómönskum uppruna. Það sem vekur sérstaka athygli er að margir þeirra sem vitað er að Franco laug upp á játuðu engu að síður hinn óframda glæp, þar sem það er almennt vitað að það þýðir ekkert að mæta fyrir dómara og segjast saklaus þegar lögreglumaður segir annað. Sagðist hafa orðið vitni að fíkniefnaviðskiptum sem áttu sér aldrei stað Grunsemdir vöknuðu fyrst sumarið 2018 en þá var rannsókn sett af stað þegar framburður lögreglumannsins og sönnunargögn fóru ekki saman. Í einu tilviki sem rannsóknin náði til hafði Franco sagst hafa séð mann selja eiturlyf í anddyri byggingar en í ljós kom að viðskiptin áttu sér aldrei stað né fór lögreglumaðurinn inn í bygginguna yfir höfuð. Í öðru tilviki sagðist Franco hafa séð konu selja eiturlyf í fordyri byggingar á Madison-stræti en lögreglumaðurinn reyndist ekki heldur hafa farið inn í bygginguna í því tilviki og var alltof langt frá konunni til að sjá hvað hún var að gera. Þá sagðist hann í þriðja tilvikinu hafa séð mann selja konu kókaín en upptökur leiddu í ljós að það eina sem maðurinn vann sér til saka var að halda hurðinni opinni fyrir konuna. Tveir af sakborningunum þremur voru enn í fangelsi þegar upp komst um Franco. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times en miðillin hefur áður greint frá því að á árunum 2015 til 2018 komust ákæruvaldið eða dómarar að þeirri niðurstöðu í að minnsta kosti 25 tilvikum að hlutar framburðar lögreglumanna væru ósannir. Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Joseph E. Franco framkvæmdi þúsundir handtaka á tveimur áratugum og bar vitni í fjölda dómsmála. Upp komst um óheiðarleika lögreglumannsins árið 2018, þegar skoðun öryggismyndavéla leiddi í ljós að hann laug til um hvað hann hafði séð. Nú liggur fyrir að um 90 sakfellingar í Brooklyn verða dregnar til baka og aðrar kunna að fylgja í öðrum hverfum New York. Um er að ræða eitt viðamesta málið af þessu tagi í sögu borgarinnar. Flesta málin tengjast fíkniefnum og er talið að stór hluti sakborninganna séu svartir og af rómönskum uppruna. Það sem vekur sérstaka athygli er að margir þeirra sem vitað er að Franco laug upp á játuðu engu að síður hinn óframda glæp, þar sem það er almennt vitað að það þýðir ekkert að mæta fyrir dómara og segjast saklaus þegar lögreglumaður segir annað. Sagðist hafa orðið vitni að fíkniefnaviðskiptum sem áttu sér aldrei stað Grunsemdir vöknuðu fyrst sumarið 2018 en þá var rannsókn sett af stað þegar framburður lögreglumannsins og sönnunargögn fóru ekki saman. Í einu tilviki sem rannsóknin náði til hafði Franco sagst hafa séð mann selja eiturlyf í anddyri byggingar en í ljós kom að viðskiptin áttu sér aldrei stað né fór lögreglumaðurinn inn í bygginguna yfir höfuð. Í öðru tilviki sagðist Franco hafa séð konu selja eiturlyf í fordyri byggingar á Madison-stræti en lögreglumaðurinn reyndist ekki heldur hafa farið inn í bygginguna í því tilviki og var alltof langt frá konunni til að sjá hvað hún var að gera. Þá sagðist hann í þriðja tilvikinu hafa séð mann selja konu kókaín en upptökur leiddu í ljós að það eina sem maðurinn vann sér til saka var að halda hurðinni opinni fyrir konuna. Tveir af sakborningunum þremur voru enn í fangelsi þegar upp komst um Franco. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times en miðillin hefur áður greint frá því að á árunum 2015 til 2018 komust ákæruvaldið eða dómarar að þeirri niðurstöðu í að minnsta kosti 25 tilvikum að hlutar framburðar lögreglumanna væru ósannir.
Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira