Ferðamennska framtíðarinnar Haukur B. Sigmarsson skrifar 1. apríl 2021 11:00 Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. Eldgosið hefur laðað að sér þúsundir einstaklinga sem keppast til að berja það augum í návígi. Þrátt fyrir að vera dagsdaglega í návígi við íslenska náttúru erum við reglulega hugfangin af mikilfengleika hennar – ekki síst þegar hún minnir á sig eins og nú. Eldgosið í Geldingadölum er tilbreyting frá kórónuveiru-hversdagsleikanum sem leikið hefur okkur grátt. Um leið minnir það okkur á þau gæði sem Ísland hefur upp á að bjóða. Fjöllin, firðirnir, dalirnir, jöklarnir og eldfjöllin – allt í bland við víðerni og auðnir – voru hér fyrir faraldurinn og verða hér enn þegar við höfum náð tökum á útbreiðslu hans. Á þessum auðlindum höfum við byggt upp nýja stoð í atvinnulífinu í formi ferðaþjónustu. Vart þarf að rifja upp hve illa faraldurinn lék greinina. Við vitum ekki hversu lengi það ástand mun vara en við vitum þó að það horfir til bjartari tíma og að greinin mun rísa á ný. Verjum landið og aukum arðsemi Hvernig ferðaþjónustan byggist upp til framtíðar er þó eitthvað sem þarf að skoða nánar. Forstjóri Icelandair hefur á liðnu ári reglulega minnt á að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður og því eigi ferðaþjónustan að horfa björtum augum til framtíðar. Full ástæða er til að taka undir þá hvatningu. Við munum ekki alltaf búa við ferðatakmarkanir og þrátt fyrir að kórónuveiran hafi valdið ferðaþjónustunni umtalsverðum skaða hefur hún ekki skaðað þau verðmæti sem við raunverulega byggjum ferðaþjónustuna á. Við höfum tækifæri til að gera betur en áður. Við getum hugað betur að náttúrunni og byggt upp sterkari innviði til að forðast átroðning á viðkvæmum svæðum. Eins getum við sett okkur það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið. Suðvesturhornið og suðurströndin eru vissulega svæði sem eru þess virði að sækja heim, en það eru Vestfirðir, Norðurland og Austurland líka. Þar bíða ekki aðeins ósnortin svæði, heldur íslensk gestrisni. Þar liggur lykillinn að velgengni greinarinnar. Stundum er sagt að auðlind sé ekki auðlind nema hún skapi auð. Fiskurinn í sjónum er verðlaus þangað til hann er veiddur, unninn og seldur. Að sama skapi er íslensk náttúra verðlaus – í efnahagslegu tilliti – þangað til að við fáum ferðamenn til landsins til að njóta hennar. Það er gestrisni okkar sem gerir upplifunina enn verðmætari. Út um allt land bíður venjulegt fólk eftir því að taka vel á móti ferðamönnum, fólk sem þekkir svæðin, söguna og menninguna og er tilbúið til að deila þekkingunni. Ferðamaður eða fágætisferðamaður? Gæði ferðaþjónustunnar verða þó ekki mæld í fjölda ferðamanna heldur í gæðum þeirra. Það er því tilefni til að gera betur borgandi ferðamönnum hærra undir höfði þegar við reisum ferðaþjónustuna við á ný. Því miður höfum við verið tortryggin í garð betur borgandi ferðamanna. Við kunnum að meta þegar við fáum landkynningu með frægu fólki, en höfum litið aðra betur borgandi ferðamenn sem nota sömu þjónustu hornauga. Á grundvelli fágætisferðamennsku getum við byggt upp ferðaþjónustu um allt land og leyst úr læðingi enn öflugri og fjölbreyttari ferðaþjónustu en áður. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta við fágætisferðamenn felur ekki eingöngu í sér lúxushótel, fína bíla og þyrlur. Það er starfsfólkið sem veitir alla þessa þjónustu sem gerir hana verðmæta, bæði fyrir ferðmennina og hagkerfið. Fágætisferðamenn vilja aðeins það besta og greiða því hátt verð fyrir þá þjónustu sem veitt er og þá upplifun sem hér er í boði. Á bak við heimsókn hans eru bílstjórar, þyrluflugmenn, starfsfólk hótela, leiðsögumenn, afþreyingarfyrirtæki og fjölmargir aðrir sem hafa hag af því að fjölga valmöguleikum og um leið störfum í greininni. Fágætisferðamenn vilja nýta tímann sinn vel, fá sér einkaleiðsögumenn og bílstjóra og sækja staði sem fáir aðrir sækja. Þeir deila jákvæðri upplifun sinni með vinum og kunningjum á samfélagsmiðlum og víðar. Við höfum alla burði til að taka á móti þessum hópi ferðamanna allan ársins hring. Fágætisferðamenn ferðast ekki bara á háannatíma heldur ferðast stór hluti þeirra einmitt utan þess tíma. Við höfum lúxushótelin, bifreiðarnar og þyrlurnar. Við höfum náttúruna sem fjallað var um hér í upphafi. En umfram allt, þá höfum við fólkið sem kann að segja frá og gera upplifunina enn betri. Við munum halda áfram að taka á móti ferðamönnum eins og við höfum gert hingað til, en við þurfum að aðlaga okkur að þeim mörkuðum hvaðan við viljum fá ferðamenn. Hærra þjónustustig felur í sér hærri verð, fleira starfsfólk, aukin umsvif og að lokum aukna arðsemi í greininni. Fágætisferðamenn verja um sex sinnum meira í ferðalag sitt enn hefðbundnir ferðamenn. Með þær náttúruauðlindir sem við búum yfir og viljum varðveita eigum við að leggja áherslu á að fá þá ferðamenn sem vilja aðeins það besta og eru tilbúnir til að greiða fyrir það. Höfundur er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. Eldgosið hefur laðað að sér þúsundir einstaklinga sem keppast til að berja það augum í návígi. Þrátt fyrir að vera dagsdaglega í návígi við íslenska náttúru erum við reglulega hugfangin af mikilfengleika hennar – ekki síst þegar hún minnir á sig eins og nú. Eldgosið í Geldingadölum er tilbreyting frá kórónuveiru-hversdagsleikanum sem leikið hefur okkur grátt. Um leið minnir það okkur á þau gæði sem Ísland hefur upp á að bjóða. Fjöllin, firðirnir, dalirnir, jöklarnir og eldfjöllin – allt í bland við víðerni og auðnir – voru hér fyrir faraldurinn og verða hér enn þegar við höfum náð tökum á útbreiðslu hans. Á þessum auðlindum höfum við byggt upp nýja stoð í atvinnulífinu í formi ferðaþjónustu. Vart þarf að rifja upp hve illa faraldurinn lék greinina. Við vitum ekki hversu lengi það ástand mun vara en við vitum þó að það horfir til bjartari tíma og að greinin mun rísa á ný. Verjum landið og aukum arðsemi Hvernig ferðaþjónustan byggist upp til framtíðar er þó eitthvað sem þarf að skoða nánar. Forstjóri Icelandair hefur á liðnu ári reglulega minnt á að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður og því eigi ferðaþjónustan að horfa björtum augum til framtíðar. Full ástæða er til að taka undir þá hvatningu. Við munum ekki alltaf búa við ferðatakmarkanir og þrátt fyrir að kórónuveiran hafi valdið ferðaþjónustunni umtalsverðum skaða hefur hún ekki skaðað þau verðmæti sem við raunverulega byggjum ferðaþjónustuna á. Við höfum tækifæri til að gera betur en áður. Við getum hugað betur að náttúrunni og byggt upp sterkari innviði til að forðast átroðning á viðkvæmum svæðum. Eins getum við sett okkur það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið. Suðvesturhornið og suðurströndin eru vissulega svæði sem eru þess virði að sækja heim, en það eru Vestfirðir, Norðurland og Austurland líka. Þar bíða ekki aðeins ósnortin svæði, heldur íslensk gestrisni. Þar liggur lykillinn að velgengni greinarinnar. Stundum er sagt að auðlind sé ekki auðlind nema hún skapi auð. Fiskurinn í sjónum er verðlaus þangað til hann er veiddur, unninn og seldur. Að sama skapi er íslensk náttúra verðlaus – í efnahagslegu tilliti – þangað til að við fáum ferðamenn til landsins til að njóta hennar. Það er gestrisni okkar sem gerir upplifunina enn verðmætari. Út um allt land bíður venjulegt fólk eftir því að taka vel á móti ferðamönnum, fólk sem þekkir svæðin, söguna og menninguna og er tilbúið til að deila þekkingunni. Ferðamaður eða fágætisferðamaður? Gæði ferðaþjónustunnar verða þó ekki mæld í fjölda ferðamanna heldur í gæðum þeirra. Það er því tilefni til að gera betur borgandi ferðamönnum hærra undir höfði þegar við reisum ferðaþjónustuna við á ný. Því miður höfum við verið tortryggin í garð betur borgandi ferðamanna. Við kunnum að meta þegar við fáum landkynningu með frægu fólki, en höfum litið aðra betur borgandi ferðamenn sem nota sömu þjónustu hornauga. Á grundvelli fágætisferðamennsku getum við byggt upp ferðaþjónustu um allt land og leyst úr læðingi enn öflugri og fjölbreyttari ferðaþjónustu en áður. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta við fágætisferðamenn felur ekki eingöngu í sér lúxushótel, fína bíla og þyrlur. Það er starfsfólkið sem veitir alla þessa þjónustu sem gerir hana verðmæta, bæði fyrir ferðmennina og hagkerfið. Fágætisferðamenn vilja aðeins það besta og greiða því hátt verð fyrir þá þjónustu sem veitt er og þá upplifun sem hér er í boði. Á bak við heimsókn hans eru bílstjórar, þyrluflugmenn, starfsfólk hótela, leiðsögumenn, afþreyingarfyrirtæki og fjölmargir aðrir sem hafa hag af því að fjölga valmöguleikum og um leið störfum í greininni. Fágætisferðamenn vilja nýta tímann sinn vel, fá sér einkaleiðsögumenn og bílstjóra og sækja staði sem fáir aðrir sækja. Þeir deila jákvæðri upplifun sinni með vinum og kunningjum á samfélagsmiðlum og víðar. Við höfum alla burði til að taka á móti þessum hópi ferðamanna allan ársins hring. Fágætisferðamenn ferðast ekki bara á háannatíma heldur ferðast stór hluti þeirra einmitt utan þess tíma. Við höfum lúxushótelin, bifreiðarnar og þyrlurnar. Við höfum náttúruna sem fjallað var um hér í upphafi. En umfram allt, þá höfum við fólkið sem kann að segja frá og gera upplifunina enn betri. Við munum halda áfram að taka á móti ferðamönnum eins og við höfum gert hingað til, en við þurfum að aðlaga okkur að þeim mörkuðum hvaðan við viljum fá ferðamenn. Hærra þjónustustig felur í sér hærri verð, fleira starfsfólk, aukin umsvif og að lokum aukna arðsemi í greininni. Fágætisferðamenn verja um sex sinnum meira í ferðalag sitt enn hefðbundnir ferðamenn. Með þær náttúruauðlindir sem við búum yfir og viljum varðveita eigum við að leggja áherslu á að fá þá ferðamenn sem vilja aðeins það besta og eru tilbúnir til að greiða fyrir það. Höfundur er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar