Búist er við að Biden verði spurður út í stöðuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, stöðuna á bólusetningu gegn kórónuveirunni, byssulöggjöf og fleira.
Eins og áður segir er þetta fyrsti eiginlegi blaðamannafundurinn sem Biden heldur síðan hann var svarinn í embætti Bandaríkjaforseta í janúar. Blaðamannafundurinn er haldinn í Hvíta húsinu og fylgjast má með honum í beinni útsendingu hér fyrir ofan.