Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 16:35 Klaus Dörr leikhússtjóri hefur nú sagt starfi sínu lausu eftir að fram komu ásakanir á hendur honum um fjölþætta kynferðislega áreitni gagnvart konum í þýsku leikhúsi. Dörr fékk Þorleif Örn til liðs við leikhúsið fyrir tveimur árum. Getty/picture alliance Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum. MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum.
MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36