Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 08:40 Minningarsamkoman var haldin nærri götunni þar sem Everard sást síðast í Suður-London. Til átaka koma á milli lögreglu og viðstaddra. Vísir/EPA Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58